Stjórn Akureyrarstofu

104. fundur 08. september 2011 kl. 16:00 - 17:48 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Jóhann Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Menningarfélagið Hof ses - ósk um endurnýjun samstarfssamnings félagsins og Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011030188Vakta málsnúmer

Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá fundi sem þeir áttu með fulltrúum Menningarfélagsins um samningagerðina, markmið, tímalengd og fjárhæðir.

Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að nýjum samningi við Menningarfélagið og leggja fyrir stjórn Akureyrarstofu á næsta fundi.

2.Leikfélag Akureyrar - staða rekstrar

Málsnúmer 2011080046Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að samkomulagi við LA um 30 mkr. fyrirframgreiðslu á væntanlegu framlagi ársins 2012.

Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög eða skilyrði fyrirframgreiðslunnar. Jafnframt samþykkir stjórnin að almennt verði gert að skilyrði í öllum samningum sem Akureyrarstofa gerir og þar sem fjárframlög eru hærri en 15 milljónir króna á ári, skili samningsaðilar árituðu milliuppgjöri og endurskoðuðu ársuppgjöri.

3.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum - endurnýjun 2011

Málsnúmer 2010110047Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem hann átti með fulltrúa menntamálaráðuneytisins um næstu skref í samningagerðinni. Næsti fundur með fulltrúum ráðuneytisins verður í næstu viku.

4.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar frá verkefnisstjóra viðburða og menningarmála um stöðuna á vinnu verkefnishópa sem vinna að tillögum inn í nýja menningarstefnu. Tekin ákvörðun um opinn vinnufund um menningarstefnu Akureyrarbæjar.

Ákveðið að halda opinn fund um mótun nýrrar menningarstefnu Akureyrarbæjar seinnipart októbermánaðar.

Fundi slitið - kl. 17:48.