Stjórn Akureyrarstofu

146. fundur 11. september 2013 kl. 16:00 - 19:20 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Menningarfélagið Hof ses - endurnýjun samstarfssamnings félagsins og Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011030188Vakta málsnúmer

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Hofs ses kom á fundinn og fór yfir stöðuna í rekstri félagsins og starfsárið framundan. Fram kom að rekstur félagsins er áfram jákvæður og viðtökur fólks við viðburðum eru góðar.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Ingibjörgu fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

2.Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samningur um starfsemi 2012-2014

Málsnúmer 2011120063Vakta málsnúmer

Brynja Harðardóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar og Gunnar Frímannsson formaður stjórnar komu á fundinn og fóru yfir rekstrarstöðu hljómsveitarinnar og starfsárið sem hófst á Akureyrarvöku. Fram kom að reksturinn er á réttri leið og útlit fyrir það markmið að í árslok 2014 verði eldri halli uppgreiddur.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Brynju og Gunnari fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður.

3.Leikfélag Akureyrar - samningur 2012-2015

Málsnúmer 2013010067Vakta málsnúmer

Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri LA kom á fundinn og fór yfir rekstraráætlun fyrir komandi leikár.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Eiríki Hauki fyrir komuna á fundinn og greinargóða upplýsingagjöf.

Fundi slitið - kl. 19:20.