Stjórn Akureyrarstofu

126. fundur 28. júní 2012 kl. 16:00 - 17:57 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2012060210Vakta málsnúmer

Farið yfir og rætt um ramma fyrir málaflokka stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2013, tímaáætlun fjárhagsáætlunargerðarinnar og fleira því tengt.

Lagt fram til kynningar. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna fyrstu útgáfu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 sem lögð verður fram á fyrsta fundi stjórnar í ágúst nk.

2.Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2011-2014

Málsnúmer 2011010071Vakta málsnúmer

Unnið að endurskoðun starfsáætlunar sem er liður í undirbúningi fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2013.

3.Hafnarstræti 98 - lok framkvæmda

Málsnúmer 2012010292Vakta málsnúmer

Endurbyggingu Hafnarstrætis 98 er nú því sem næst lokið og árangurinn af henni kominn í ljós og Akureyri backpackers hefur hafið þar rekstur.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að verkefninu er nú að ljúka og óskar öllum aðstandendum þess til hamingju með glæsilega útkomu og endurbyggingu.

Fundi slitið - kl. 17:57.