Málsnúmer 2010060120Vakta málsnúmer
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu um vinnu sína.
Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður starfshópsins mætti á fundinn og gerði ásamt Sigmundi Ófeigssyni grein fyrir niðurstöðunum.
Meginatriði í tillögum hópsins eru:
að nauðsynlegt sé að aðkoma bæjaryfirvalda að atvinnumálum sé þverpólitísk, að atvinnustefna nái yfir meira en eitt kjörtímabil, að málaflokkurinn verði í umsjón stjórnar Akureyrarstofu og verkefnisstjóri atvinnumála staðsettur á Akureyrarstofu. Auka þarf tengsl bæjaryfirvalda við atvinnulífið og efla þarf þekkingu á atvinnulífinu á Akureyri og greina betur samsetningu þess. Hópurinn leggur til að fulltrúum í stjórn Akureyrarstofu verði fjölgað þannig að allir flokkar eigi þar fulltrúa. Viðbótarfulltrúarnir verði áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og greinargóða skýrslu. Stjórnin mun taka tillögur hópsins til umfjöllunar og frekari úrvinnslu.