Naustaskóli II. áfangi - nýbygging

Málsnúmer 2010090010

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 196. fundur - 30.09.2011

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 dags. 27. september 2011 vegna framkvæmdarinnar.

Skólanefnd - 32. fundur - 07.11.2011

Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við Naustaskóla, en einnar hæðar kennsluálma á að vera fullbúin 1. ágúst 2012.

Skólanefnd leggur mikla áherslu á að tímasetningar vegna byggingaframkvæmda standist svo skólastarf í Naustaskóla geti hafist ótruflað á réttum tíma haustið 2012.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 202. fundur - 20.01.2012

Farið yfir tilboð sem bárust í innanhússfrágang í kennslu- og verkgreinaálmu.
Eftirfarandi þrjú tilboð bárust í verkið:

SS Byggir ehf - 122.281.711 - 85,3%
Hyrna ehf - 124.703.059 - 87,0%
ÍAV - 148.123.422 - 103,3%

Einnig rætt um framkvæmdatíma miðjurýmis skólans.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að taka upp viðræður við lægstbjóðanda SS Byggi ehf á grundvelli tilboðs og felur framkvæmdastjóra að skoða nánar framkvæmdatíma miðjurýmisins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 203. fundur - 03.02.2012

Lögð fram drög að verksamningi við SS Byggi ehf vegna innanhússfrágangs í kennslu- og verkgreinaálmu. Einnig rætt um framkvæmdatíma á miðjurými skólans.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að skoða nánar framkvæmdir við miðjurýmið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 203. fundur - 03.02.2012

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 2.

Skólanefnd - 5. fundur - 05.03.2012

Skólanefnd byrjaði á því í upphafi fundar að skoða framkvæmdir við 2. áfanga Naustaskóla og var svo farið yfir ástæður þess að óskað hefur verið eftir því að miðrými verði einnig lokið fyrir næstkomandi haust. Þá var rætt um hönnunarforsendur fyrir eldhús þ.e. hvort eigi að miða við að eldhúsið geti annað þjónustu við nýjan leikskóla sem mun verða byggður í Naustahverfi eftir nokkur ár.

Skólanefnd tekur undir þau rök sem liggja fyrir um nauðsyn þess að ljúka við miðrými Naustaskóla fyrir skólabyrjun 2012. Þá telur skólanefnd eðlilegt að við hönnun á eldhúsi Naustaskóla verði horft til þess að það geti einnig þjónað nýjum leikskóla í hverfinu, ef þurfa þykir.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 205. fundur - 30.03.2012

Lagt fram minnisblað dags. 2. mars 2012 frá Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla og Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra Akureyrarbæjar. Minnisblaðið inniheldur rökstuðning fyrir því að framkvæmdum við miðrými Naustaskóla verði flýtt.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 206. fundur - 13.04.2012

Áframhald á umræðum um að flýta framkvæmdum við miðjurými skólans og lagt fram minnisblað dags. 2. mars 2012 frá Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra Akureyrarbæjar og Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla með rökstuðningi málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við SS Byggi ehf um lúkningu á miðjurými skólans á grundvelli fyrirliggjandi einingarverða.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 207. fundur - 27.04.2012

Lögð fram til kynningar niðurstaða verðkönnunar vegna innkaupa á skólahúsgögnum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 209. fundur - 25.05.2012

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 3 vegna framkvæmdarinnar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 216. fundur - 30.11.2012

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 4 fyrir framkvæmdina.