Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

206. fundur 13. apríl 2012 kl. 08:15 - 08:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hjörleifur Hallgríms Herbertsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
Dagskrá
Í fjarveru formanns og varaformanns stýrði aldursforseti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson L-lista fundinum.

1.Lundarskóli - útboð á gluggaskiptum 2012

Málsnúmer 2012040033Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður útboðsins. Eftirfarandi tilboð bárust:
L og S verktakar ehf - kr. 10.307.250 - 64%
Trésmiðja Kristjáns - kr. 10.450.950 - 65%
ÁK smíði - kr. 11.561.900 - 72%
Þorsteinn Jökull - kr. 12.049.155 - 75%
Kostnaðaráætlun - kr. 16.111.500 - 100%

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda L og S verktaka ehf á grundvelli tilboðs.

2.Naustaskóli II. áfangi - nýbygging

Málsnúmer 2010090010Vakta málsnúmer

Áframhald á umræðum um að flýta framkvæmdum við miðjurými skólans og lagt fram minnisblað dags. 2. mars 2012 frá Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra Akureyrarbæjar og Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla með rökstuðningi málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að ganga til samninga við SS Byggi ehf um lúkningu á miðjurými skólans á grundvelli fyrirliggjandi einingarverða.

3.Verkfundargerðir FA 2012

Málsnúmer 2012010240Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9 - SS Byggir ehf: 18. og 19. verkfundur dags. 15. og 29. mars 2012.
Þrastarlundur 3-5 - Virkni ehf: 10. verkfundur dags. 3. apríl 2012.
Naustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 19. verkfundur dags. 27. mars 2012.
Lystigarður kaffihús - BB Byggingar ehf: 5. og 6. verkfundur dags. 13. og 27. mars 2012.

Fundi slitið - kl. 08:50.