Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

209. fundur 25. maí 2012 kl. 08:15 - 09:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fasteignir Akureyrarbæjar - geymslur og verkstæði

Málsnúmer 2012050177Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á geymslu- og verkstæðamálum hjá Fasteignum Akureyrarbæjar og Framkvæmdamiðstöðinni.
Helgi Már Pálsson og Tómas Björn Hauksson frá framkvæmdadeild sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í samningaviðræður við Norðurorku um leigu húsnæðis á Rangárvöllum samkvæmt framlögðum gögnum.

2.Sundlaug Grímseyjar - rakaskemmdir í þaki

Málsnúmer 2012050152Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 24. maí 2012 um stöðu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og koma með tillögur að úrbótum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund.

3.Þórunnarstræti 99 - Húsmæðraskólinn - ráðstöfun eignar

Málsnúmer 2012010071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 22. maí 2012 frá Fjármálaráðuneytinu þar sem Akureyrarbæ er boðið að kaupa 75% hluta ríkisins í húsinu.

4.Ráðhús - stigahús á norðurhlið

Málsnúmer 2011040119Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 23. maí 2012 frá Fasteignum Akureyrarbæjar þar sem kemur meðal annars fram áætlaður kostnaður við framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.

5.Naustaskóli 2. áfangi - nýbygging

Málsnúmer 2010090010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 3 vegna framkvæmdarinnar.

6.Verkfundargerðir FA 2012

Málsnúmer 2012010240Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Kaffihús í Lystigarðinum - BB Byggingar ehf: 11. og 12. verkfundur dags. 15. og 22. maí 2012.
Þrastarlundur 3-5 - Virkni ehf: 13. verkfundur dags. 15. maí 2012.
Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9 - SS Byggir ehf: 22. verkfundur dags. 10. maí 2012.
Naustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 22. og 23. verkfundur dags. 8. og 22. maí 2012.

Fundi slitið - kl. 09:30.