Naustaskóli - 2. áfangi

Málsnúmer 2010080059

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 173. fundur - 03.09.2010

Lagt fram til kynningar skilamat fyrir áfanga 1 ásamt frumkostnaðaráætlun og endurskoðaðri áætlun frá 2009.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 175. fundur - 01.10.2010

Lagt fram til kynningar bréf dags. 11. september 2010 frá Ágústi Frímanni Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla og minnisblað frá Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra dags. 30. september 2010 er varða þarfir skólans á komandi misserum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 176. fundur - 15.10.2010

Rætt um verkáætlun fyrir skólann.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að hafist verði handa við framkvæmdir á 2. áfanga við Naustaskóla á árinu 2011.

Skólanefnd - 24. fundur - 18.10.2010

Fyrir fundinn voru lögð fram minnisblöð frá Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla dags. 11. september 2010 og Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra dags. 30. september 2010 vegna byggingar 2. áfanga Naustaskóla.

Skólanefnd leggur áherslu á að ákvörðun um uppbyggingu á 2. áfanga Naustaskóla liggi fyrir sem fyrst svo ákvarðanir um hugsanlegar bráðabirgðalausnir geti orðið sem skynsamlegastar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 183. fundur - 18.02.2011

Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 187. fundur - 15.04.2011

Farið yfir tilboð sem bárust í uppsteypu og utanhúsfrágang. Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Sigfús Karlsson B-lista tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hafnar tilboði Hamarsfells ehf./Adakris á þeim forsendum að fyrirtækin uppfylli ekki öll skilyrði útboðslýsingar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við SS Byggi ehf. á grundvelli tilboðs þeirra og þar sem verktaki uppfyllir öll skilyrði útboðslýsingar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 188. fundur - 20.05.2011

Lögð fram til kynningar greinargerð dags. 13. maí 2011 um ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli 10/2011: Hamarsfell og Adakris UAB gegn Akureyrarbæ, þar sem kröfu kærenda um að stöðva samningsgerð Akureyrarbæjar við SS Byggi ehf er hafnað.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 188. fundur - 20.05.2011

Lagður fram til kynningar verksamningur við SS Byggi ehf, dags. 17. maí 2011.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 193. fundur - 19.08.2011

Lögð fram til kynningar niðurstaða kærunefndar útboðsmála dags. 27. júlí 2011 vegna kæru Hamarsfells ehf og Adakris UAB á ákvörðun Akureyrarbæjar um val á tilboði í útboðinu Naustaskóli, uppsteypa og utanhússfrágangur.
Niðurstaða nefndarinnar er að kröfu kærenda um að Akureyrarbær greiði málskostnað er hafnað.