Skólanefnd

24. fundur 18. október 2010 kl. 14:00 - 16:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Sigrún Björk Sigurðardóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Sædís Gunnarsdóttir
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011 - skóladeild

Málsnúmer 2010090145Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir fjárhagsárið 2011. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir því að rekstarkostnaðurinn verði kr. 4.205.190.000 sem er kr. 8.891.000 hærra en rammi gerir ráð fyrir. Reikna verður með því að meiri hagræðing náist á árinu 2012 þar sem sumar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til koma ekki að fullu inn fyrr en á því fjárhagsári. Gert er ráð fyrir því í áætluninni að kr. 20.000.000 sem eru umfram ramma í húsaleigu verði bættar, kr. 7.000.000 vegna fjölgunar leikskólarýma verði bætt í ramma og þá er gert ráð fyrir því að kr. 19.500.000 verði fluttar til búsetudeildar vegna reksturs Árholts og að kr. 6.000.000 verði fluttar úr ramma til málaflokks 102, ferliþjónusta til að mæta kostnaði við akstur fatlaðra barna í grunnskólum.
Gjaldskrá leikskóla er leiðrétt þannig að dvalartími í leikskóla verði kr. 2.536 á mánuði sem þýðir að 8 klst. á dag kosta á mánuði kr. 20.288 og fullt fæði verði kr. 6.515 á mánuði. Með þessari breytingu verður hlutur foreldra í rekstri leikskólanna 17,5% af rekstrarkostnaði í stað 15,8% áður. Breyting á gjaldskrá fæðis tekur mið af breytingu á vísitölu matarverðs sl. 12 mánuði. Þá er gjaldskrá Tónlistarskólans leiðrétt um 10% þar sem annar rekstrarkostnaður hækkar mikið en skólagjöld eru hugsuð til að mæta öðrum kostnaði en launum kennara og stjórnenda.
Gripið verður til ýmissa aðgerða til að lækka kostnað við rekstur leik- og grunnskóla s.s. að minnka stjórnun í grunnskólum, lækka kostnað vegna kennslu og annarra starfa í grunnskólum, minnka afleysingu í leikskólum með því að breyta fyrirkomulagi og leita leiða til að minnka kostnað við mötuneyti leikskóla með fækkun mötuneytanna. Þessar aðgerðir beinast fyrst og fremst að því að lækka launakostnað enda hefur annar kostnaður verði lækkaður mikið. Aðgerðirnar eru þó hugsaðar þannig að verið er að leita leiða til að breyta fyrirkomulagi og minnka þannig kostnað.

Skólanefnd samþykkir framkomna tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 samhljóða og vísar henni til bæjarráðs.

Skólanefnd samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá leikskóla en þar er gert ráð fyrir því að foreldrar sem báðir eru atvinnulausir greiði lægra gjaldið sem einstæðir foreldrar og foreldrar sem báðir eru í námi greiða.

Þá samþykkir skólanefnd tillögu að nýrri gjaldskrá Tónlistarskólans.

Skólanefnd samþykkir að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlun 2011 með foreldraráðum leikskóla og fulltrúum starfsmanna annars vegar og hins vegar með skólaráðum grunnskólanna.

2.Leikskólaganga barna og vanskil foreldra

Málsnúmer 2010100074Vakta málsnúmer

Erindi frá umboðmanni barna dags. 12. október 2010 þar sem það er áréttað að börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og þjónustu umfram aðra þjóðfélagsþegna. Þetta sjónarmið endurspeglast m.a. í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir að börnum skuli tryggð sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í ákvæðinu felst að yfirvöldum ber skylda til að sjá til þess að velferð barna sé tryggð með öllum tiltækum ráðum. Umboðsmaður barna hvetur því sveitarfélög til þess að hafa hagsmuni barna ávallt að leiðarljósi og gæta þess að efnahagur foreldra bitni sem minnst á högum og velferð þeirra.

Skólanefnd mun kappkosta áfram að taka hagsmuni barna í leikskólum fram yfir hagsmuni sveitarfélagsins í innheimtu leikskólagjalda.

3.Fræðslufyrirlestrar um einelti á landsvísu - samstarf

Málsnúmer 2010090039Vakta málsnúmer

Borgarafundur um einelti var haldinn í Brekkuskóla 6. október sl. á vegum Heimilis og skóla, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT með stuðningi Akureyrarbæjar o.fl.
Á fundi sínum þann 11. október sl. samþykkti samfélags- og mannréttindaráð að óska eftir samstarfi við aðrar nefndir bæjarins um að halda málefninu á lofti.

Skólanefnd tekur heilshugar undir með samfélags- og mannréttindaráði og hvetur til þess að horft verði til samfélagsins alls á Akureyri.

4.Sumarlokun í leikskólum 2011

Málsnúmer 2010080072Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt erindi frá framkvæmdastjóra Öldrunarstofnana Akureyrarbæjar dags. 28. september 2010 þar sem óskað er eftir því að skipulag á sumarlokunum leikskóla Akureyrarbæjar verði endurskoðað með tilliti til þess að lokunin dreifist yfir lengri tíma sumarsins svo starfsmenn annarra stofnana Akureyrarbæjar s.s. öldrunarstofnana hafi meiri sveigjanleika varðandi tímasetningu sumarleyfa.
Fyrir fundinn var lögð tillaga að sumarlokun leikskóla Akureyrarbæjar fyrir árin 2011-2013. Þar er lagt til að sumarlokanir leikskólanna dreifist á þrjú tímabil. Sumarið 2011 verði fyrsta tímabilið 20. júní - 15. júlí, annað tímabilið 4. júlí - 29. júlí og þriðja tímabilið 18. júlí - 15. ágúst.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að sumarlokun leikskólanna.

5.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga um að skipa stýrihóp sem vinni tillögur að endurskipan stjórnkerfis skóla í Akureyrarbæ og skili tillögum á fundi skólanefndar í janúar 2011.

Skólanefnd samþykkir að skipa stýrihóp sem verði þannig samsettur að einn fulltrúi verði úr skólanefnd, tveir fulltrúar frá HA og þá sitji fræðslustjóri og leikskólafulltrúi í hópnum. Skólanefnd óskar eftir tilnefningum frá HA innan viku.

6.Naustaskóli - 2. áfangi

Málsnúmer 2010080059Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð fram minnisblöð frá Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla dags. 11. september 2010 og Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra dags. 30. september 2010 vegna byggingar 2. áfanga Naustaskóla.

Skólanefnd leggur áherslu á að ákvörðun um uppbyggingu á 2. áfanga Naustaskóla liggi fyrir sem fyrst svo ákvarðanir um hugsanlegar bráðabirgðalausnir geti orðið sem skynsamlegastar.

7.Leikskólinn Pálmholt - salernisaðstaða

Málsnúmer 2010020112Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. september sl. frá leikskólastjóra leikskólans Pálmholts þar sem svar er sent við hugmyndum sem fram hafa komið að staðsetningu snyrtingar við deildina Regnbogann. Þar kemur fram að ekki er fallist á framkomna tillögu og einnig að gerðar hafa verið skipulagsbreytingar til að létta á álaginu.

Skólanefnd samþykkir að fresta málinu að sinni.

8.Dagur íslenskrar tungu 2010

Málsnúmer 2010100083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 13. október 2010 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem skólar og aðrar stofnanir eru hvattar til að huga að því að nota 16. nóvember eða dagana þar í kring til að setja íslenska tungu sérstaklega í öndvegi.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - málstofa um skólamál 2010

Málsnúmer 2010100084Vakta málsnúmer

Mánudaginn 1. nóvember nk. er boðað til málstofu um skólamál á vegum skólamálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúum í skólanefnd er boðið að sækja málstofuna og þess vegna er lagt til að skólanefndarfundur sem vera átti 1. nóvember nk. verði felldur niður.

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

10.Skólahreysti - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010100090Vakta málsnúmer

Erindi dags. í september 2010 þar sem Andrés Guðmundsson f.h. Skólahreystis óskar eftir styrk að upphæð kr. 100.000 til að standa straum af kostnaði vegna verkefnisins.

Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu en bendir á að skólar á Akureyri sem hafa komist í úrslitakeppnina hafa fengið góða styrki fyrir þátttöku.

Fundi slitið - kl. 16:30.