Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

183. fundur 18. febrúar 2011 kl. 10:25 - 11:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Valþór Brynjarsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Efniskaup Fasteigna Akureyrarbæjar - útboð

Málsnúmer 2010110082Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður verðfyrirspurna vegna efniskaupa Fasteigna Akureyrarbæjar 2011.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við eftirfarandi aðila:

Málning: Byko

Raflagnaefni: Reykjafell hf

Ljós og lampar: Raflampar

Raftæki: Ormson

Pípulagnir: Húsasmiðjan

Dúkar: Húsasmiðjan

Grófvara: Byko.

2.Þrastarlundur 3-5 - hönnunarsamningur

Málsnúmer 2011020075Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar hönnunarsamningur við AVH.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagðan hönnunarsamning við AVH og leggur jafnframt til að skipað verði verkefnislið um framkvæmdina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Njál Trausta Friðbertsson sinn fulltrúa í verkefnisliðið.

3.Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012

Málsnúmer 2010070100Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdina.

4.Naustaskóli - 2. áfangi

Málsnúmer 2010080059Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdina.

5.Hjúkrunarheimili Vestursíðu

Málsnúmer 2010050065Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdina.

6.Verkfundargerðir FA 2011

Málsnúmer 2011010023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundagerð lögð fram til kynningar:
13. fundur verkefnisliðs hjúkrunarheimilis Vestursíðu 9, dags. 3. febrúar 2011.

Fundi slitið - kl. 11:20.