Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

193. fundur 19. ágúst 2011 kl. 10:36 - 11:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Valþór Brynjarsson
  • Ester Guðbjörnsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Íþróttahús við Dalsbraut - KA heimili - verðkönnun í endurnýjun á gólfi og bekkjum

Málsnúmer 2011050051Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á innkaupum á áhorfendabekkjum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að setja 32 bekkjaeiningar í íþróttahús KA v/Dalsbraut.

2.Varpholt - sala

Málsnúmer 2009110053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar kauptilboð í Varpholt dags. 3. ágúst 2011.

3.Íþróttasvæði Þórs - leki í stúku - matsgerð

Málsnúmer 2010020102Vakta málsnúmer

Lögð fram matsgerð dómkvaddra matsmanna, Júlíusar Sólnes byggingarverkfræðings og Snæbjörns Kristjánssonar byggingarverkfræðings, dags. 27. júlí 2011 vegna mats á orsökum og afleiðingum lekans í áhorfendastúkunni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að leggja matsgerð dómkvaddra matsmanna dags. 27. júlí 2011 til grundvallar kröfum vegna kostnaðar sem rekja má til leka í áhorfendastúku á Þórsvelli.

4.Menningarhúsið Hof - gluggamál

Málsnúmer 2011080049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla dags. 18. maí 2011 frá Víking Eiríkssyni byggingartæknifræðingi vegna úttektar á gluggum í húsinu. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að Akureyrarbær hafi ekki fengið þau gæði sem samið var um við byggingu hússins.
Magnús Garðarsson eftirlitsmaður hjá Fasteignum Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið.

5.Naustaskóli 2. áfangi - uppsteypa og utanhússfrágangur - kærumál Hamarsfell/Adakris

Málsnúmer 2010080059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða kærunefndar útboðsmála dags. 27. júlí 2011 vegna kæru Hamarsfells ehf og Adakris UAB á ákvörðun Akureyrarbæjar um val á tilboði í útboðinu Naustaskóli, uppsteypa og utanhússfrágangur.
Niðurstaða nefndarinnar er að kröfu kærenda um að Akureyrarbær greiði málskostnað er hafnað.

6.Verkfundargerðir FA 2011

Málsnúmer 2011010023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9 - SS byggir ehf: 1.- 3. verkfundur dags. 28. júní, 12. júlí og 16. ágúst 2011.
Naustaskóli II. áfangi - uppsteypa og utanhússfrágangur: 5. verkfundur dags. 16. ágúst 2011.
Þrastarlundur 3-5: 1.- 2. verkfundur dags. 21. júlí og 16. ágúst 2011.

Fundi slitið - kl. 11:42.