- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Meirihluti íþróttaráðs samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að gjaldskrám íþróttaráðs fyrir starfsárið 2011.
Pétur Maack Þorsteinsson greiðir athvæði á móti afgreiðslunni.
Helena Karlsdóttir óskar bókað:
Fulltrúi Samfylkingarinnar í íþróttaráði harmar þá ákvörðun formanns ráðsins á síðasta fundi að hafna bókun fulltrúa Samfylkingarinnar um gjaldskrárhækkanir Sundlaugar Akureyrar og Hlíðarfjalls á grundvelli lengdar hennar. Með höfnuninni hafi verið komið í veg fyrir að fulltrúi minnihlutans fengi að koma á framfæri skoðunum sínum á málinu.
Vakin er athygli á því að Akureyrarbær hefur ekki sett neinar reglur um lengd bókana. Til eru fordæmi fyrir lengri bókunum í nefndum bæjarins en þeirri sem leggja átti fram og því hefur jafnræðis milli nefnda/nefndarmanna ekki verið gætt. Vakin er athygli á mikilvægi þess að grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu sé gætt í hvívetna.
Meirihluti íþróttaráðs samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista sat hjá við afgreiðsluna og óskar bókað:
Samfylkingin telur að leita hefði átt annarra leiða til hagræðingar en að leggja niður það fyrirkomulag að veita börnum frítt í sund og að hækka gjaldskrá Hlíðarfjalls umfram verðlagshækkanir en eðlilegt er að gjaldskrárhækkanir taki mið af almennum verðlagshækkunum.
Samfylkingin telur ekki rétt að hverfa frá þeim markmiðum sem stefnt var að með því að veita börnum frítt í sund, það er að hvetja til sundiðkunar barna, ná til þeirra barna sem ekki stunda skipulagðar íþróttir eða hreyfingu og hinsvegar að koma til móts við efnaminni fjölskyldur.
Meirihluti íþróttaráðs óskar bókað:
Ástæðu hækkunar á gjaldskrám í Hlíðarfjalli og sundlaugum Akureyrar má fyrst og síðast rekja til þeirrar hagræðingarkröfu sem fyrir liggur vegna starfsársins 2011.
Meirihluti íþróttaráðs hefur ákveðið að velja frekar þann kost að hækka gjaldskrár stofnana íþróttaráðs en að skerða þjónustustig þeirra.
Íþróttaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi hugmyndir um hagræðingu og felur framkvæmdastjóra íþróttadeildar að samræma þær við fjárhagsáætlun ráðsins. Pétur Maack óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.