Íþróttaráð

75. fundur 17. ágúst 2010 kl. 16:00 - 18:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Pétur Maack Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Hlíðarendi - verslunar- og þjónustusvæði

Málsnúmer 2010070104Vakta málsnúmer

Bréf dags. 28. júlí 2010 frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir umsögn íþróttaráðs vegna fyrirhugaðs verslunar- og þjónustusvæðis við Hlíðarenda.

Íþróttaráð fagnar hugmyndum um uppbyggingu þjónustu- og verslunarsvæðis við Hlíðarenda og telur að slíkt svæði geti styrkt starfsemi í Hlíðarfjalli sem og aðra ferðaþjónustu á svæðinu.

Íþróttaráð hvetur þó til að skoðað verði með hvaða hætti fyrirhugað svæði geti tengst skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli m.t.t. öryggis þeirra sem hugsanlega fara á milli svæðanna á skíðum.

2.Arion banki - kjör fyrir ungt fólk í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2010070082Vakta málsnúmer

Erindi dags. 29. júní 2010 frá Arion banka þar sem óskað er eftir viðræðum um kjör fyrir ungt fólk í Sundlaug Akureyrar.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Skólahreysti - styrkbeiðni 2010

Málsnúmer 2010070062Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 14. júlí 2010 frá Andrési Guðmundssyni f.h. Skólahreysti þar sem farið er fram á styrk vegna húsaleigu í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Pétur Maack Þorsteinsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.Íþróttaráð - fundadagskrá haust 2010

Málsnúmer 2010080038Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaskipulagi íþróttaráðs haustið 2010.

Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

5.Fjárhagsáætlun íþróttaráðs 2011

Málsnúmer 2010080052Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áætlun um fjárhagsáætlunarferli vegna fjárhagsáætlunar 2011.

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 18:30.