Íþróttaráð

78. fundur 23. september 2010 kl. 14:00 - 16:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Þóroddur Hjaltalín
  • Erlingur Kristjánsson
  • Pétur Maack Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Kristinn H. Svanbergsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun íþróttaráðs 2011

Málsnúmer 2010080052Vakta málsnúmer

Lögð fyrir drög að gjaldskrám íþróttaráðs fyrir starfsárið 2011.

Meirihluti íþróttaráðs samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að gjaldskrám íþróttaráðs fyrir starfsárið 2011.

Pétur Maack Þorsteinsson greiðir athvæði á móti afgreiðslunni.

2.Niðurgreiðsla vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar - athugasemdir

Málsnúmer 2010090055Vakta málsnúmer

Erindi dags. 1. september 2010 þar sem Samtaka, svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar, fer fram á að bæjaryfirvöld á Akureyri endurskoði afstöðu sína gagnvart niðurgreiðslum vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna með lögheimili í sveitarfélaginu. Óska þau eftir að aldur barna sem fá niðurgreiðslu verði hækkaður í 16 ár.

Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2011.

Fundi slitið - kl. 16:00.