Bæjarstjórn

3350. fundur 04. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson 1. varaforseti
 • Hlín Bolladóttir
 • Ólafur Jónsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Víðir Benediktsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Víðir Benediktsson L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum, sem verði 1. liður á dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan formanns, varaformanns, aðalmanns og varamanns í félagsmálaráði svohljóðandi:
Dagur Fannar Dagsson tekur sæti formanns í stað Indu Bjarkar Gunnarsdóttur. Tryggvi Þór Gunnarsson tekur sæti aðalmanns í stað Indu Bjarkar Gunnarsdóttur og varaformanns í stað Dags Fannars Dagssonar. Silja Dögg Baldursdóttir tekur sæti varamanns í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu L-lista með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Aðalskipulagsbreyting - Miðbær Akureyrar

Málsnúmer 2014010277Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Miðbæ Akureyrar. Breytingartillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dags. 29. janúar 2014.
Opnir kynningarfundir voru haldnir um aðal- og deiliskipulagstillögurnar þann 27. júní 2013 og 2. desember 2013.
Edward H. Huijbens V-lista bar upp tillögu um að inn í kafla 3.4. um almenna deiliskipulagsramma, verði sett skýrari ákvæði um hámarkshæð nýrra húsa og miðist hún við hæð Geislagötu 9.
Tillagan var felld með þremur atkvæðum L-lista gegn tveimur atkvæðum V-lista og A-lista.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Ragnar Sverrisson S-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Loga Más Einarssonar.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.

Ragnar Sverrisson S-lista vék af fundi og Logi Már Einarsson tók aftur sæti á fundinum.

3.Aðalskipulagsbreyting - breyting vegna virkjunar á Glerárdal

Málsnúmer 2013110020Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna virkjunar Glerár og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi.
Breytingartillögunni er gerð skil á skipulagsuppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu, dags. 29. janúar 2014.
Opinn kynningarfundur um aðal- og deiliskipulagstillöguna verður haldinn 3. febrúar 2014.
Skipulagsstjóra er falið að láta leiðrétta gönguleið sem sýnd er sunnan akstursíþrótta- og skotsvæðis og fjarlægja texta um breytingu á afmörkun náttúruverndarsvæðis á þéttbýlisuppdrætti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:
Ég vil að bærinn hafi frumkvæði að því að umhverfisáhrif framkvæmda vegna lónstæðis, stíflu og framkvæmda vegna virkjunar inni á Glerárdal verði metin sérstaklega. Þar verði horft sérstaklega til samspils fólkvangs og virkjunar, möguleika til útivistar og áhrifa framkvæmda á upplifunargildi svæðsins.
Ég bendi einnig á að mikilvægt er að vernda Glerárgil og jarðmyndanir þar. Friðlýsing giljanna samhliða því að þau falli inn í fólkvang er ekki nóg, þar sem jarðmyndanir þar geta orðið fyrir áhrifum af þegar samþykktum framkvæmdum. Þannig geta þær raskast þó ekki sé um eiginlegar nýjar framkvæmdir eða rask að ræða. Því er mikilvægt að finna leiðir til að tryggja verndarstöðu jarðmyndana í Glerárgiljum.
Mikilvægt er að sátt skapist um uppbyggingu virkjunar og nýtingu svæðisins sem fólkvangs. Liður í því er að tryggja vernd náttúruminja og að möguleikar svæðisins sem útivistarsvæðis séu skýrt skilgreindir gegnum umhverfismat.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Aðalskipulagsbreyting Naustahverfi - Hagar, skipulags- og matslýsing

Málsnúmer 2014010276Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulags- og matslýsingu dags. 29. janúar 2014, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna breytinga á aðalskipulagi 3. áfanga Naustahverfis.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Hlíðarfjall - deiliskipulag skíðasvæðis (SN070129)

Málsnúmer 2010030004Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagstillagan var auglýst á ný frá 11. desember 2013 til 22. janúar 2014. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum. Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Beiðnir um umsagnir voru sendar 16 aðilum.
Umsagnir bárust frá átta aðilum: Norðurorku, Skipulagsstofnun, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Skíðafélagi Akureyrar, samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, Hörgársveit, íþróttaráði Akureyrar og Veðurstofu Íslands.
Ein athugasemd barst frá Jóhannesi Árnasyni.
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Hlíðarfjall, athugasemdir og svör dags. 29.1.2014". Tekið er tillit til umsagnar nr. 8.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - starfsreglur og aðsetur

Málsnúmer 2014010221Vakta málsnúmer

12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Erindi dags. 10. janúar 2014 frá Bjarna Kristjánssyni formanni Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar er varðar bókun Svæðisskipulagsnefndar þann 9. janúar sl. Í bókuninni kemur fram að samkvæmt 2. mgr. skipulagslaga skal svæðisskipulagsnefnd setja sér starfsreglur. Nefndin samþykkti drög á starfsreglum þann 9. janúar 2014.
Óskað er eftir að bæjarstjórn afgreiði drögin formlega.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við drög að starfsreglum Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Reglur félagsmálaráðs Akureyrar um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2010010047Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 22. janúar 2014:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Ester Lára Magnúsdóttir verkefnastjóri á fjölskyldudeild kynntu drög að breytingum á reglum félagsmálaráðs um fjárhagsaðstoð.
Félagsmálaráð samþykkir breyttar reglur með athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur félagsmálaráðs Akureyrar um fjárhagsaðstoð með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Álagning gjalda árið 2014 - fasteignaskattur - reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 2014010218Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 23. janúar 2014:
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2014.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um afslátt af fasteignaskatti með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Stöðuskýrsla nefnda 2013-2014

Málsnúmer 2013090098Vakta málsnúmer

Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu gerði grein fyrir stöðuskýrslu nefndarinnar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

 

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 23. og 30. janúar 2014
Bæjarráð 23. og 30. janúar 2014
Félagsmálaráð 22. janúar 2014
Framkvæmdaráð 17. janúar 2014
Samfélags- og mannréttindaráð 29. janúar 2014
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra 20. janúar

Fundi slitið - kl. 18:25.