Umhverfisnefnd

89. fundur 14. janúar 2014 kl. 16:15 - 17:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Ómar Ólafsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
Dagskrá

1.EFTA - ályktanir sveitarstjórnarvettvangs um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál

Málsnúmer 2013120119Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 5. desember 2013 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem ályktun sveitarstjórnarvettvangs EFTA um endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál er send sveitarfélögunum til kynningar.

2.Glerárdalur virkjun - skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulagbreytinga

Málsnúmer 2013110018Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 16. desember 2013 frá skipulagsnefnd þar sem óskað er umsagnar á skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðrar virkjunar á Glerárdal, Akureyri.

Jón Ingi Cæsarsson fulltrúi S- lista óskar að bóka eftirfarandi:

Að fella út einn merkasta stað í bæjarlandi Akureyrar af náttúruminjaskrá ber vott um skammsýni og sorglegt skilningsleysi á framtíð náttúruverndar. Þar er ekki verið að þjóna framtíðarhagsmunum íbúa á Akureyri heldur er eingöngu verið að hugsa um skammtímasjónarmið orkufyrirtækis. Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Engar fullnægjandi rannsóknir hafa farið fram á jarðfræði svæðisins þar sem fyrirhugað lón er staðsett í þessari áætlun. Jafnframt hafa engar rennslisrannsóknir farið fram á Glerá á þessu svæði og þekkt eru krapahlaup sem hafa tekið af göngubrýr.

Að mínu mati verður því að gera vandaðar rannsóknir á þessu svæði og að mínu mati stenst sú skoðun sem Fallorka lét vinna engan veginn þær kröfur sem verður að gera til slíkra rannsókna enda hagsmunaaðili og eigandi þessara væntanlegu mannvirkja.

Það verður því að láta vinna þarna fullkomið umhverfismat enda verið að safna saman verulegu vatnsmagni sem á greiða leið beint inn í íbúðahverfi Akureyrar verði þarna óhapp eða mistök eins og hefur gerst hér við Eyjafjörð í svipuðum framkvæmdum.

Hulda Stefánsdóttir og Ómar Ólafsson fulltrúar L- lista og Kristinn Frímann Árnason fulltrúi D- lista óska að bóka eftirfarandi:

Við gerum ekki athugasemd við lýsinguna en óskum jafnframt eftir að fá að fylgjast með áframhaldandi vinnu við verkefnið.

3.Hlíðarfjall - deiliskipulag skíðasvæðis (SN070129)

Málsnúmer 2010030004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 5. desember 2013 þar sem óskað er umsagnar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði, Akureyri.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu deiliskipulagsins.

4.Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál

Málsnúmer 2014010077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 6. janúar 2014 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar á tillögu til þingsáætlunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169 mál.

Umhverfisnefnd fagnar erindinu og gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

5.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál

Málsnúmer 2013120075Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga á breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs, 215 mál.

Umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið verkefnisstjórnar, fundargerð 29. fundar, dags. 16. desember 2013, fundarliður 2 og gerir ekki aðrar athugasemir við umsögn Sambandsins.

Fundi slitið - kl. 17:30.