Samfélags- og mannréttindaráð

70. fundur 18. ágúst 2010 kl. 16:30 - 18:15 Trója austur 2. hæð Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Heimir Haraldsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fundaáætlun 2010

Málsnúmer 2010060118Vakta málsnúmer

Fundaáætlun samfélags- og mannréttindaráðs veturinn 2010-2011.

Fastir fundartímar samfélags- og mannréttindaráðs verða 2. og 4. hvern miðvikudag í mánuði kl. 16.30. Fræðslufundur fyrir aðal- og varamenn í samfélags- og mannréttindaráði verður haldinn 15. september nk. kl. 16.00.

2.Menntasmiðja unga fólksins 2010

Málsnúmer 2008080024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf Menntasmiðju unga fólksins á vorönn 2010.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir tilnefningum fulltrúa frá félagsmálaráði og fjölskyldudeild til setu í vinnuhópi um þróun verkefnisins og könnun á möguleikum þess að vinna að meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk.

Anna Hildur Guðmundsdóttir og Heimir Haraldsson verða fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs í vinnuhópnum.

3.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2010

Málsnúmer 2009090061Vakta málsnúmer

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn á Akureyri dagana 10.-11. september 2010. Dagskrá fundarins lögð fram til kynningar.

4.Jafnréttissáttmáli Evrópu

Málsnúmer 2008080065Vakta málsnúmer

Jafnréttissáttmáli Evrópu lagður fram til kynningar. Akureyrarbær gerðist aðili að sáttmálanum haustið 2008.

Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mun sækja námskeið um innleiðingu sáttmálans í október nk. og í framhaldinu mun samfélags- og mannréttindaráð taka ákvörðun um endanlega útfærslu aðgerðaáætlunar um innleiðingu.

5.Vinnuskóli - hugmyndir um tilfærslu innan kerfis

Málsnúmer 2009010148Vakta málsnúmer

Framhald umræðu frá fundi samfélags- og mannréttindaráðs 5. júlí 2010.

6.Karlasmiðja - tilboð til karla án atvinnu

Málsnúmer 2010010109Vakta málsnúmer

Ræddar hugmyndir um þátttöku Akureyrarbæjar í starfrækslu karlasmiðju.

Samfélags- og mannréttindaráð hefur áhuga á samstarfi við aðra aðila í bænum um undirbúning og starfrækslu karlasmiðju og felur framkvæmdastjóra að vinna að málinu.

7.Erlendir íbúar Akureyrar

Málsnúmer 2009120025Vakta málsnúmer

Yfirlit um fjölda erlendra íbúa sem búsettir eru á Akureyri lagt fram til kynningar.
Á árinu 2009 bjuggu 502 erlendir ríkisborgarar á Akureyri, 257 karlar og 245 konur, frá 58 löndum.

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 18:15.