Íþróttaráð

152. fundur 10. júlí 2014 kl. 14:00 - 16:55 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Sigurjón Jónasson
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 18. júní sl. kosið aðal- og varamenn í íþróttaráð til fjögurra ára:

Aðalmenn:
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
Árni Óðinsson varaformaður
Birna Baldursdóttir
Þórunn Sif Harðardóttir
Sigurjón Jónasson
Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Sigríður Valdís Bergvinsdóttir
Ólína Freysteinsdóttir
Halldór Kristinn Harðarson
Ragnheiður Runólfsdóttir
Jónas Björgvin Sigurbergsson
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir varaáheyrnarfulltrúi

1.Íþróttaráð - handbók

Málsnúmer 2010060098Vakta málsnúmer

Rafræn handbók íþróttaráðs fyrir kjörtímabilið 2014-2018 kynnt. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og kynnti reglur um ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa. Þessi dagskrárliður var samkeyrður með samfélags- og mannréttindaráði.

Íþróttaráð þakkar Ingu Þöll fyrir komuna á fundinn.

2.Fundaáætlun íþróttaráðs

Málsnúmer 2013010128Vakta málsnúmer

Rætt um skipulag funda ráðsins á næstunni, fundartíma, þagnarskyldu o.fl.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að fundaáætlun fyrir haust og vetur 2014.

3.Golfklúbbur Akureyrar - viðræður um lokagreiðslu

Málsnúmer 2013120143Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði drögunum að samningi um lokagreiðslu til Golfklúbbs Akureyrar til íþróttaráðs til umsagnar á fundi sínum 28. maí sl.

Íþróttaráð leggur til að bæjarráð gangi frá samningi við GA samkvæmt fyrirliggjandi drögum um samning um lokagreiðslu.

4.Skautafélag Akureyrar - umsókn um framkvæmdir við félagsaðstöðu í Skautahöllinni samhliða framkvæmdum við gólfplötu

Málsnúmer 2014030020Vakta málsnúmer

Kostnaðargreining á framkvæmdum og hugmyndum Skautafélags Akureyrar í Skautahöllinni lagðar fram samanber bókun íþróttaráðs á 147. fundi sínum þann 13. mars 2014.
Guðni Helgason framkvæmdarstjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Guðna fyrir komuna á fundinn.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

5.Kvenna/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs

Málsnúmer 2014040042Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. júlí 2014 frá forstöðumanni íþróttamála varðandi fjármagn til styrkveitinga.

Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni fyrir sitt leyti og óskar eftir samþykki bæjarráðs fyrir aukinni fjárveitingu sem nemur kr. 3.800.000 á þessu fjárhagsári.

6.Íþróttafélagið Draupnir - æfingaraðstaða

Málsnúmer 2012110061Vakta málsnúmer

Erindi dags. 21. maí 2014 frá formanni ÍBA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar við kostnað nýs æfinga- og keppnisbúnaðar fyrir íþróttafélagið Draupni í nýrri aðstöðu.

Íþróttaráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2015.

Forstöðumanni íþróttamála, formanni íþróttaráðs og Sigurjóni Jónassyni Æ-lista falið að vinna málið áfram með ÍBA og Draupni.

7.Hjólað í vinnuna 2014

Málsnúmer 2014040044Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 10. apríl 2014 samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem stæðu sig best í átakinu Hjólað í vinnuna.

Frestað til næsta fundar.

8.Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um færanlega kennslustofu

Málsnúmer 2014060030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar sem gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 27. júní 2014:
"Lagt fram erindi dags. 3. júní 2014 frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem félagið óskar eftir að fá til eignar kennslustofuhús sem stendur við Lundarskóla vegna undirbúnings á uppbyggingu tjaldsvæðis austast á lóð félagsins að Hlíðarfjallsvegi 13.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til Íþróttaráðs."

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 16:55.