Bílaklúbbur Akureyrar - Ósk um færanlega kennslustofu

Málsnúmer 2014060030

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 243. fundur - 27.06.2014

Lagt fram erindi dags. 3. júní 2014 frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem félagið óskar eftir að fá til eignar kennslustofuhús sem stendur við Lundarskóla vegna undirbúnings á uppbyggingu tjaldsvæðis austast á lóð félagsins að Hlíðarfjallsvegi 13.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til Íþróttaráðs.

Íþróttaráð - 152. fundur - 10.07.2014

Tekið fyrir erindi frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar sem gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 27. júní 2014:
"Lagt fram erindi dags. 3. júní 2014 frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem félagið óskar eftir að fá til eignar kennslustofuhús sem stendur við Lundarskóla vegna undirbúnings á uppbyggingu tjaldsvæðis austast á lóð félagsins að Hlíðarfjallsvegi 13.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til Íþróttaráðs."

Frestað til næsta fundar.

Íþróttaráð - 153. fundur - 14.08.2014

Tekið fyrir erindi frá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar sem gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 27. júní 2014:
"Lagt fram erindi dags. 3. júní 2014 frá Bílaklúbbi Akureyrar þar sem félagið óskar eftir að fá til eignar kennslustofuhús sem stendur við Lundarskóla vegna undirbúnings á uppbyggingu tjaldsvæðis austast á lóð félagsins að Hlíðarfjallsvegi 13.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar erindinu til íþróttaráðs."
Erindinu var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs þann 10. júlí sl.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.