Golfklúbbur Akureyrar - viðræður um lokagreiðslu

Málsnúmer 2013120143

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3412. fundur - 08.05.2014

Skipun viðræðunefndar um lokagreiðslu til Golfklúbbs Akureyrar vegna uppbyggingar- og framkvæmdasamnings.

Bæjarráð skipar bæjarfulltrúana Geir Kristinn Aðalsteinsson og Guðmund Baldvin Guðmundsson ásamt bæjarstjóra sem fulltrúa Akureyrarbæjar í viðræðunefndina.

Bæjarráð - 3415. fundur - 28.05.2014

Lögð fram drög að samningi um lokagreiðslu til GA.

Bæjarráð vísar drögunum til íþróttaráðs til umsagnar.

Íþróttaráð - 152. fundur - 10.07.2014

Bæjarráð vísaði drögunum að samningi um lokagreiðslu til Golfklúbbs Akureyrar til íþróttaráðs til umsagnar á fundi sínum 28. maí sl.

Íþróttaráð leggur til að bæjarráð gangi frá samningi við GA samkvæmt fyrirliggjandi drögum um samning um lokagreiðslu.

Bæjarráð - 3421. fundur - 31.07.2014

3. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 10. júlí 2014:
Bæjarráð vísaði drögum að samningi um lokagreiðslu til Golfklúbbs Akureyrar til íþróttaráðs til umsagnar á fundi sínum 28. maí sl.
Íþróttaráð leggur til að bæjarráð gangi frá samningi við GA samkvæmt fyrirliggjandi drögum að samningi um lokagreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Íþróttaráð - 165. fundur - 19.03.2015

Farið yfir drög að samningi um lokagreiðslur uppbyggingar- og framkvæmdasamnings Golfklúbbs Akureyrar frá 2007.
Íþróttaráð samþykkir samninginn og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.