Æfingaaðstaða Íþróttafélagsins Draupnis

Málsnúmer 2012110061

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 121. fundur - 15.11.2012

Erindi dags. 2. nóvember 2012 frá Íþróttabandalagi Akureyrar varðandi æfingaaðstöðu Íþróttafélagsins Draupnis.
Jón Óðinn Waage og Inga Björk Harðardóttir frá Draupni, Sævar Pétursson frá KA og Haukur Valtýsson frá ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð veitir Íþróttafélaginu Draupni heimild til að flytja og nota júdódýnur og fjarðurgólf sem nú er í júdósal KA heimilisins í bráðabirgðaaðstöðu við Skólastíg 4, Akureyri. Íþróttaráð vekur athygli á því að sá búnaður sem verður færður úr júdósal KA heimilisins er og verður áfram eign Akureyrarbæjar og í umsjón íþróttaráðs þegar leigutíma er lokið í bráðabirgðaraðstöðunni.

Íþróttaráð - 152. fundur - 10.07.2014

Erindi dags. 21. maí 2014 frá formanni ÍBA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar við kostnað nýs æfinga- og keppnisbúnaðar fyrir íþróttafélagið Draupni í nýrri aðstöðu.

Íþróttaráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2015.

Forstöðumanni íþróttamála, formanni íþróttaráðs og Sigurjóni Jónassyni Æ-lista falið að vinna málið áfram með ÍBA og Draupni.

Íþróttaráð - 162. fundur - 15.01.2015

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. maí 2014 frá formanni ÍBA þar sem óskað er eftir aðkomu Akureyrarbæjar við kostnað nýs æfinga- og keppnisbúnaðar fyrir Íþróttafélagið Draupni í nýrri aðstöðu. Erindið var síðast á dagskrá 10. júlí 2014 þar sem íþróttaráð gerði eftirfarandi bókun: "Íþróttaráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2015. Forstöðumanni íþróttamála, formanni íþróttaráðs og Sigurjóni Jónassyni Æ-lista falið að vinna málið áfram með ÍBA og Draupni."
Íþróttaráð samþykkir að veita Íþróttafélaginu Draupni styrk að upphæð kr. 2.000.000 til búnaðarkaupa.