Íþróttahús Naustaskóla

Málsnúmer 2016100060

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 198. fundur - 17.10.2016

Tekin fyrir bókun aðalstjórnar KA frá aðalstjórnarfundi 5. október 2016:

Aðalstjórn KA lýsir áhyggjum sínum yfir minnkandi aðstöðu fyrir starfsemi deilda sinna og starfsemi áhugahópa í almenningsíþróttum með því að loka íþróttahúsinu í Laugagötu. Aðalstjórn KA skorar á Íþróttaráð að opna íþróttahús Naustaskóla fyrir íþróttafélög og almenning.
Íþróttaráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því að svo stöddu.

Frístundaráð - 12. fundur - 07.09.2017

Erindi dagsett 14. ágúst 2017 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem stjórn ÍBA óskar eftir tímum til úthlutunar til íþróttafélaga í íþróttahúsinu við Naustaskóla, virka daga á milli kl. 15:00 og 20:00 frá og með haustinu 2017.
Frístundaráð samþykkir að ÍBA fái fjóra tíma á virkum dögum, til úthlutunar til íþróttafélaga, í íþróttahúsi Naustaskóla. Tímar taka mið af stundaskrá skólans. Ráðið felur formanni, sviðsstjóra og deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram.