Íþróttir og hreyfing í vetrarfríi

Málsnúmer 2016020029

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 185. fundur - 04.02.2016

Tækifæri til íþrótta og hreyfingar í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri 2016.
Íþróttaráð samþykkir að veita grunnskóla- og framhaldsskólanemendum frían aðgang í einn dag að Skíðastöðum Hlíðarfjalli og Sundlaugum Akureyrar í vetrarfríi skóla á Akureyri í febrúar 2016.

Íþróttaráð - 185. fundur - 04.02.2016

Almennar umræður um íþróttastarfsemi og stefnur.

Íþróttaráð - 186. fundur - 18.02.2016

Farið yfir hvernig tókst til með boð íþróttaráðs til grunn- og framhaldsskólanemenda um aðgang að Hlíðarfjalli og sundlaugum Akureyrar í vetrarfríi í síðustu viku.
Íþóttaráð fagnar góðri þátttöku þar sem um 100 börn mættu í Hlíðarfjall og rúmlega 200 börn mættu í sundlaugar Akureyrar í boði íþróttaráðs.

Íþróttaráð stefnir að því að gera þetta árlega.

Íþróttaráð - 195. fundur - 01.09.2016

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mætti til viðræðana við ráðið.

Íþróttaráð - 198. fundur - 17.10.2016

Umræður um ýmis mál er varða íþróttaráð.

Íþróttaráð - 202. fundur - 15.12.2016

Síðasti fundur íþróttaráðs sem sameinast samfélags- og mannréttindaráði í frístundaráð á nýju ári.
Íþróttaráð þakkar farsælt og gott samstarf innan ráðsins sem og við starfsmenn deildarinnar.

Íþróttaráð óskar nýju ráði velfarnaðar og öllum Akureyringum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.