Félagsleg liðveisla

Málsnúmer 2021050574

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 95. fundur - 19.05.2021

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Giedré Grigaraviciuté verkefnastjóri félagslegrar liðveislu mættu á fundinn og kynntu stöðuna á félagslegri liðveislu.
Frístundaráð óskar eftir að starfsmenn endurskoði reglur um félagslega liðveislu. Einnig að þeir setji upp matskvarða á þjónustuna og komi með tillögu að breyttri kostnaðarskiptingu vegna þjónustu sem veitt er öðrum sveitarfélögum.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 18. fundur - 14.12.2021

Staðan tekin varðandi hvernig gengið hefur eftir að félagsleg liðveisla var færð yfir til samfélagssviðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Giedré Grigaraviciuté verkefnastjóri félagslegrar liðveislu sátu fundinn undir þessum lið.