Sumarvinna með stuðningi

Málsnúmer 2021041542

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 16. fundur - 04.05.2021

Akureyrarbær finnur á hverju sumri störf til að mæta þörfum ungs fatlaðs fólks til sumarvinnu.

Orri Stefánsson verkefnastjóri á samfélagssviði og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir verkstjóri á samfélagssviði sátu fundinn undir þessum lið.
Samráðshópurinn þakkar fyrir kynninguna og mun óska eftir að fá þau aftur á fund í haust og fara yfir stöðuna.

Frístundaráð - 95. fundur - 19.05.2021

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Orri Stefánsson verkefnastjóri vinnuskólans mættu á fundinn og fóru yfir stöðuna á sumarvinnu með stuðningi.
Frístundaráð hvetur stofnanir Akureyrarbæjar og fyrirtæki til að sýna samfélagslega ábyrgð og taka þátt í verkefninu.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 18. fundur - 14.12.2021

Akureyrarbær finnur á hverju sumri störf til að mæta þörfum ungs fatlaðs fólks til sumarvinnu.

Orri Stefánsson yfirmaður vinnuskóla og sumarvinnu með stuðningi og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir verkstjóri vinnuskóla og sumarvinnu með stuðningi sátu fundinn og greindu frá hvernig sumarvinnan gekk.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 3. fundur - 02.05.2023

Sumarvinna með stuðningi. Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa og hefur það komið niður á skipulagningunni.

Orri Stefánsson verkefnastjóri Vinnuskóla og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir verkstjóri Vinnuskóla og sumarvinnu með stuðningi sátu fundinn undir þessum lið.
Orri og Helga óskuðu eftir að fá fund fyrr á næsta ári, seinni hluta mars eða byrjun apríl svo hægt sé að vinna fyrr úr þeim ábendingum sem koma frá samráðshópnum.