Blakdeild KA - óskað eftir æfingatímum fyrir nýja meistaraflokka

Málsnúmer 2020090120

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 81. fundur - 09.09.2020

Erindi frá Blakdeild KA þar sem óskað er eftir niðurfellingu gjalda á æfingatímum í Naustaskóla og Höllinni fyrir nýja meistaraflokka blakdeildarinnar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.