Stefnumótun í forvörnum

Málsnúmer 2017030584

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 5. fundur - 30.03.2017

Setja þarf af stað vinnu við að endurskoða forvarnastefnu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð samþykkir að farið verði af stað með vinnu við endurskoðun á forvarnastefnunni og felur forstöðumanni æskulýðs- og forvarnamála að leggja fram tíma- og verkáætlun vegna verkefnisins.

Frístundaráð - 15. fundur - 12.10.2017

Alfa Aradóttir deildarstjóri tómstunda- og forvarnarmála kynnti málið. Lagði hún til að settur verði á fót vinnuhópur til að hefja endurskoðun á forvarnastefnunni.
Frístundráð samþykkir að Silja Dögg Baldursdóttir og Jónas Björgvin Sigurbergsson verði fulltrúar ráðsins í vinnuhópnum.

Stefnt skal að að ný forvarnastefna verði tilbúin í byrjun febrúar 2018.

Frístundaráð - 96. fundur - 08.06.2021

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir og Anna Soffía Víkingsdóttir frá RHA kynntu úttekt á forvarnamálum sem unnin var að beiðni samfélagssviðs.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir kynninguna og hvetur bæjarstjórn til að skoða að gerð verði heildstæð lýðheilsustefna sem tekur á forvörnum og heilsuvernd fyrir alla aldurshópa.

Frístundaráð óskar eftir að úttektin verði kynnt fyrir fræðsluráði, velferðarráði og ungmennaráði.

Fræðsluráð - 53. fundur - 09.08.2021

Kristinn Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og æskulýðsmála gerðu grein fyrir úttekt á forvarnamálum hjá Akureyrarbæ sem unnin var af RHA að beiðni samfélagssviðs.

Velferðarráð - 1341. fundur - 18.08.2021

Kristinn Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs og Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og æskulýðsmála sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir úttekt á forvarnamálum hjá Akureyrarbæ sem unnin var af RHA að beiðni samfélagssviðs.