Framkvæmdaráð

243. fundur 25. nóvember 2011 kl. 08:15 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Slökkvilið Akureyrar tillögur að nýju skipuriti

Málsnúmer 2011100109Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri gerðu grein fyrir nýjum tillögum um breytingar á skipuriti fyrir Slökkvilið Akureyrar. Framkvæmdaráð frestaði málinu þann 4. nóvember sl.

Framkvæmdaráð telur að ótímabært sé að breyta skipuriti hjá Slökkviliði Akureyrar og felur slökkviliðsstjóra að skipa í stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra tímabundið í samráði við bæjartæknifræðing og bæjarstjóra.

2.Fjárhagsáætlun 2012 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2011080104Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti stöðu fjárhagsáætlunar 2012 eins og hún liggur fyrir til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun 2011 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2010090168Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fóru yfir stöðu fjárhagsáætlunar fyrstu 10 mánuði yfirstandandi árs.

4.Gjaldskrár 2012 - tillögur framkvæmdaráðs til bæjarstjórnar

Málsnúmer 2011110133Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram tillögur um álagningu gjalda sem falla undir framkvæmdaráð.

Framkvæmdráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

5.Samþykkt um búfjárhald - endurskoðun

Málsnúmer 2010080055Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju samþykkt um búfjárhald sem vísað var aftur til framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar frá 22. nóvember 2011.

Frestað.

6.Gjaldskrá SVA

Málsnúmer 2011110069Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 17. nóvember 2011 2. lið b) úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. nóvember 2011 til framkvæmdadeildar:
Gjaldskrá SVA.
Bjarni Sigurðsson, kt. 080773-5609, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann leggur til gjaldtöku í strætó á sumrin. Telur óeðlilegt að ferðamenn ferðist frítt á kostnað bæjarbúa.

Framkvæmdaráð hefur ekki hug á að taka upp gjald í Strætisvagna Akureyrar.

7.Hesthúsahverfi - lagning fráveitu og hitaveitu

Málsnúmer 2010030073Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 17. nóvember 2011 4. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. nóvember 2011 til framkvæmdadeildar:
Formaður Hestamannafélagsins Léttis, Andrea Margrét Þorvaldsdóttir, kt. 170574-3469, hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Andrea vill vita hvað Akureyrarbær ætlar sér að gera varðandi salernisaðstöðu í Breiðholti fyrir veturinn. Í Breiðholti séu um 103 hesthús og milli 400-500 manns sem sækja svæðið daglega. Ekki er hægt að koma fyrir rotþró allsstaðar. Félagið hafi síðasta vetur verið með kamra en hafi ekki tök á því nú.

Í vetur verður unnið að hönnun fráveitukerfis í hesthúsahverfinu í Breiðholti og ákvarðarnir verða teknar í framhaldinu af því.

8.Gróðrarstöðin - garður

Málsnúmer 2011100132Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði á fundi sínum 3. nóvember 2011 6. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. október 2011 til framkvæmdadeildar:
Hallgrímur Indriðason, kt. 160847-3609, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lagði fram skriflegt erindi dags. 12. október 2011 vegna garðsins við gömlu Gróðrarstöðina.

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála sat ekki fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi að ræða við bréfritara.

9.Önnur mál í framkvæmdaráði - skráning á köttum

Málsnúmer 2011020089Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi D-lista spurðist fyrir um skráningu á köttum og hvort ekki væri rétt að gefa bæjarbúum auka mánuð til að skrá ketti og að það verði auglýst sérstaklega.

Framkvæmdaráð samþykkir að frestur til að skrá ketti án endurgjalds verði framlengdur til 31. desember 2011.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista vék af fundi kl. 11:38.

Fundi slitið - kl. 11:50.