Slökkvilið Akureyrar tillögur að nýju skipuriti

Málsnúmer 2011100109

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 242. fundur - 04.11.2011

Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi kl. 09:03 og Sigríður María Hammer varaformaður tók við stjórn fundarins.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri gerðu grein fyrir nýjum tillögum um breytingar á skipuriti fyrir Slökkvilið Akureyrar.

Lagt fram til kynningar en afgreiðslu frestað.

Framkvæmdaráð - 243. fundur - 25.11.2011

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri gerðu grein fyrir nýjum tillögum um breytingar á skipuriti fyrir Slökkvilið Akureyrar. Framkvæmdaráð frestaði málinu þann 4. nóvember sl.

Framkvæmdaráð telur að ótímabært sé að breyta skipuriti hjá Slökkviliði Akureyrar og felur slökkviliðsstjóra að skipa í stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra tímabundið í samráði við bæjartæknifræðing og bæjarstjóra.

Framkvæmdaráð - 250. fundur - 30.03.2012

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir nýja tillögu að skipuriti fyrir slökkvilið Akureyrar.
Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 25. nóvember 2011.

Framkvæmdaráð samþykkir nýja tillögu að breyttu skipuriti hjá Slökkviliði Akureyrar og felur slökkviliðsstjóra að auglýsa nýjar stöður á innri vef slökkviliðsins. Tímabundnar ráðningar verði síðan bornar undir bæjartæknifræðing og bæjarstjóra áður en gengið verður frá þeim.