Fjárhagsáætlun 2011 - framkvæmdaráð

Málsnúmer 2010090168

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 218. fundur - 01.10.2010

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Framkvæmdaráð þakkar yfirferðina.

Framkvæmdaráð - 219. fundur - 15.10.2010

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á næsta fundi.

Framkvæmdaráð - 220. fundur - 29.10.2010

Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi kl. 10:56 og Sigríður María Hammer tók við fundarstjórn.

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir aðalsjóð fyrir árið 2011 eins og hún er lögð fram af framkvæmdadeild. Þó með þeim breytingum að ákveðið er að leggja niður almenningssalerni og hækkun fjármagns til bruna- og almannavarna um rúmlega 20.800 þús. frá samþykktum ramma bæjarráðs frá 2. september sl.

Framkvæmdaráð vísar fjárhagsáætlun aðalsjóðs með framkomnum breytingum til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 221. fundur - 05.11.2010

Framhald við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Lagt fram minnisblað framkvæmdadeildar dags. 4. nóvember 2010.
Stefán Baldursson forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar sat fundinn að hluta undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlunni og drögum að breyttri gjaldskrá til bæjarráðs.

Framkvæmdaráð - 223. fundur - 10.12.2010

Endanleg vinna við gerð fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar.
Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið og bæjarfulltrúi A-lista, Sigurður Guðmundsson, að hluta.

Framkvæmdaráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir komuna á fundinn og hans kynningu.

Framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlunina með áorðnum breytingum og vísar henni til bæjarráðs til afgreiðslu.

Framkvæmdaráð - 243. fundur - 25.11.2011

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fóru yfir stöðu fjárhagsáætlunar fyrstu 10 mánuði yfirstandandi árs.