Önnur mál í framkvæmdaráði

Málsnúmer 2011020089

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 229. fundur - 04.03.2011

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista spurðist fyrir um hvernig innleiðing og fræðsla gengi varðandi sorpmálin.

Framkvæmdaráð - 233. fundur - 20.05.2011

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram eftirfandi fyrirspurn:
Í framhaldi af þeirri ákvörðun L-listans að fara svokallaða B-leið í sorpmálum Akureyringa síðastliðið sumar þar sem notast yrði við svokallaða grenndarvelli/gámavelli í stað sérstakra flokkunartunna við hvert heimili eins og A-leið gerði ráð fyrir.
Þegar kostnaðarmat fór fram á þessum tveimur möguleikum kom fram í máli fulltrúa L-listans að ekki væri gert ráð fyrir neinum girðingum eða frekari framkvæmdum við að fegra umhverfið í kringum gámana þegar eftir því var spurt. Þeir ættu bara að standa einir og sér.
Í framhaldi af því að mönnum hefur snúist hugur og nú er hafinn vinna við þessar girðingar spyr fulltrúi D-listans: Hver er kostnaðurinn af þessum framkvæmdum?

Framkvæmdaráð - 243. fundur - 25.11.2011

Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi D-lista spurðist fyrir um skráningu á köttum og hvort ekki væri rétt að gefa bæjarbúum auka mánuð til að skrá ketti og að það verði auglýst sérstaklega.

Framkvæmdaráð samþykkir að frestur til að skrá ketti án endurgjalds verði framlengdur til 31. desember 2011.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista vék af fundi kl. 11:38.

Framkvæmdaráð - 244. fundur - 09.12.2011

Framkvæmdaráð hefur áhyggjur af skemmdum sem orðið hafa á gróðri og götum við snjómokstur.