Viðauki við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 2017050143

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 30.04.2018

Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 vegna fjölgunar sérkennslustunda í leikskólum lögð fram til kynningar.

Spár um sérkennsluþörf fyrir árið 2018 hafa ekki gengið eftir og þörfin fyrir aukningu á sérkennslutímum hefur aukist verulega vegna þroskafrávika og hegðunarvanda.
Málið lagt fram til kynningar og vísað til 2. umræðu á næsta fundi fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 11. fundur - 07.05.2018

Fyrri umræða um viðaukann fór fram á 10. fundi fræðsluráðs 30. apríl 2018. Þá var málinu vísað til 2. umræðu.

Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Fram fór 2. umræða um viðauka vegna fjölgunar kennslustunda í leikskólum.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðbótar fjármagni vegna sérkennslumála í leikskólum að upphæð 19.500 þús.kr.

Bæjarráð - 3598. fundur - 17.05.2018

5. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 7. maí 2018:

Fyrri umræða um viðaukann fór fram á 10. fundi fræðsluráðs 30. apríl 2018. Þá var málinu vísað til 2. umræðu.

Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir málinu.

Fram fór 2. umræða um viðauka vegna fjölgunar kennslustunda í leikskólum.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðbótar fjármagni vegna sérkennslumála í leikskólum að upphæð 19.500 þús.kr.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð 19,5 milljónir króna vegna aukinnar sérkennslu leikskólabarna.