Kynning á nýjum verkefnum Tónlistarskólans

Málsnúmer 2018030032

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 7. fundur - 05.03.2018

Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans kynnti samstarfsverkefni skólans sem verið er að vinna að.
Fræðsluráð þakkar fyrir fróðlegt erindi og lýsir ánægju sinni með hvernig til hefur tekist.

Fræðsluráð - 11. fundur - 07.05.2018

Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri kynnti væntanlegt samstarf við MA skólaárið 2018-2019 um stofnun tónlistarbrautar til stúdentsprófs við MA. Um er að ræða nám til stúdentsprófs af klassískri, rytmískri og skapandi braut. Skipulag, námskrá og kennsluáætlun liggur að mestu fyrir. Verið er að kynna námið á samfélagsmiðlum og er verkefnið fjármagnað að fullu.
Fræðsluráð fagnar framtaki stjórnenda skólans í þessu verkefni.