Fræðsluráð

1. fundur 16. janúar 2017 kl. 13:30 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Fyrsti fundur í fræðsluráði samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 3. janúar 2017.
Eldra heiti var skólanefnd.

Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista sat fundinn í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Mikilvægi móttöku og leiðsagnar nýrra kennara

Málsnúmer 2017010163Vakta málsnúmer

María Steingrímsdóttir dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri mætti á fundinn og sagði frá rannsóknum tengdum viðhorfum kennaranema til æfingakennslu og móttöku í leik- og grunnskólum.

Fræðsluráð þakkar Maríu kærlega fyrir góða, áhugaverða og mikilvæga kynningu.

2.Samstarf og leiðsögn

Málsnúmer 2014110138Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti tilboð Háskólans á Akureyri um sérhæft 30 eininga viðbótarnám fyrir starfandi kennara sem vilja sérhæfa sig í móttöku kennaranema og nýrra kennara í leik- og grunnskólum.
Fræðsluráð fagnar tilboði Háskólans um námið og vísar útfærslu á því til sviðsstjóra fræðslusviðs, stjórnenda leik- og grunnskóla og trúnaðarmanna skólanna.

3.Rekstur fræðslumála 2016

Málsnúmer 2016030017Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði gerði grein fyrir niðurstöðum á rekstri fræðslusviðs árið 2016.

4.Ytra mat á leikskólum 2017

Málsnúmer 2016100150Vakta málsnúmer

Menntamálastofnun hefur samþykkt að gera ytra mat á leikskólanum Lundarseli á árinu 2017.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað til fundar fræðsluráðs sem haldinn verður mánudaginn 23. janúar 2017.

6.Upplýsingar um dagvistunar- og leikskólamál

Málsnúmer 2017010168Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu mála.



Lagt fram til kynningar.

Frá áramótum hefur myndast biðlisti eftir dagvistun hjá dagforeldrum. Reynt hefur verið að bregðast við þessu með því að fjölga dagforeldrum og gert er ráð fyrir að fjölga núna strax um fjóra og að auki liggja nú inni tvær umsóknir um dagforeldrastarf.



Í fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir því að dvöl 5 ára barna í leikskóla ljúki við sumarlokun og foreldrar sem það kjósa geti fengið áframhaldandi þjónustu innan grunnskólans fram að hefðbundinni skólabyrjun. Börnin byrja því í sínum grunnskóla þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi. Þetta er samstarf milli leik- og grunnskólanna og verið er að skipuleggja þetta nánar.

Þessi breyting mun hafa þau áhrif það verður hægt að bjóða einhverjum hluta barna sem fædd eru fyrri hluta ársins 2015 leikskóladvöl í byrjun júní og þau börn sem eru fædd seinni hluta ársins eiga að geta hafið sína leikskóladvöl í ágúst.



Í fjárhagsáætluninni er einnig gert ráð fyrir stöðugilda aukningu frá haustinu sem mun hafa þau áhrif að leikskólarnir geta tekið við fleiri börnum núna í haust en var síðast liðið haust.

7.Kjarasamningar grunnskólakennara

Málsnúmer 2017010147Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir áhrif kjarasamninga á rekstur fræðslumála.

8.Skólaval grunnskóla - viðmiðunarreglur

Málsnúmer 2016120032Vakta málsnúmer

Skólaval grunnskóla.

Breyting á viðmiðunarreglum.
Fræðsluráð samþykkir framlagðar breytingar.

9.Fundardagar fræðsluráðs janúar - júní 2017

Málsnúmer 2017010169Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:45.