Kjarasamningar grunnskólakennara

Málsnúmer 2017010147

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 1. fundur - 16.01.2017

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir áhrif kjarasamninga á rekstur fræðslumála.

Fræðsluráð - 2. fundur - 23.01.2017

Farið yfir vegvísi við bókanir í kjarasamningnum.

Fræðsluráð - 3. fundur - 06.02.2017

Lagt er til að ráðinn verði verkefnisstjóri til að stýra framkvæmd og úrvinnslu vegna bókunar í kjarasamningi kennara.
Fræðsluráð samþykkir ráðningu verkefnisstjóra og felur sviðsstjóra fræðslusviðs frekari úrvinnslu á málinu.

Fræðsluráð - 4. fundur - 17.02.2017

Fræðslustjóri fór yfir vinnuferli vegna bókunar I í kjarasamningi grunnskólakennara og kynnti verkefnisstjóra sem ráðinn hefur verið til að stýra verkinu.

Kristrún Lind Birgisdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri vegna vinnu við bókun I í kjarasamningi.

Sviðsstjóri fræðslusviðs gerir tillögur um að greiddir verði allt að 10 yfirvinnutímar til hvers kennara í stýrihópi kennara vegna bókunar I í kjarasamningi.
Fræðsluráð samþykkir að greiddar verði allt að 10 klukkustundir í yfirvinnu til fulltrúa kennara í stýrihópnum.

Áætlaður kostnaður vegna vinnunar er kr. 1.800.000.

Erindinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3546. fundur - 02.03.2017

3. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 17. febrúar 2017:

Fræðslustjóri fór yfir vinnuferli vegna bókunar I í kjarasamningi grunnskólakennara og kynnti verkefnisstjóra sem ráðinn hefur verið til að stýra verkinu.

Kristrún Lind Birgisdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri vegna vinnu við bókun I í kjarasamningi.

Sviðsstjóri fræðslusviðs gerir tillögur um að greiddir verði allt að 10 yfirvinnutímar til hvers kennara í stýrihópi kennara vegna bókunar I í kjarasamningi.

Fræðsluráð samþykkir að greiddar verði allt að 10 klukkustundir í yfirvinnu til fulltrúa kennara í stýrihópnum.

Áætlaður kostnaður vegna vinnunar er kr. 1.800.000.

Erindinu vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu fræðsluráðs og vísar henni til viðauka.

Fræðsluráð - 5. fundur - 06.03.2017

Fræðslustjóri fór yfir stöðuna í vinnu við bókun I í kjarasamningi kennara.