Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri

Málsnúmer 2014110138

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 23. fundur - 24.11.2014

Birna M. Svanbjörnsdóttir forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri mætti á fundinn og kynnti starfsemi og samning háskólans við Akureyrarbæ um sérfræðiþjónustu. Þar sem samningurinn er að renna út leggur hún til að hann verði endurnýjaður.

Skólanefnd þakkar Birnu fyrir kynninguna og samþykkir að gengið verði til viðræðna við Háskólann á Akureyri og Miðstöð skólaþróunar HA um endurnýjun á samningi aðila.

Skólanefnd - 3. fundur - 02.02.2015

Birna M. Svanbjörnsdóttir forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar HA fór yfir helstu samstarfsverkefni miðstöðvarinnar og skóladeildar.
Fjöldi samstarfsverkefna hefur verið í gangi milli háskólans og skóla Akureyrarbæjar. Meðal þeirra eru:

Byrjendalæsi
Undirbúningur og kynning á Læsi til náms
Innleiðing aðalnámsskrár og leiðsagnarmat
Stærðfræði
Foreldrar og læsi barna
Eineltis- og samskiptamál í skólum
Þróunarverkefni í leikskólum
Mótun lærdómssamfélags á báðum skólastigum
Læsisstefna
Viðhorfakannanir
Endurskoðun skólastefnu
Ráðstefnur

Meðal þeirra verkefna sem framundan er að vinna er að þróa enn frekar lestrar- og læsiskennslu í samræmi við læsisstefnu sem er í mótun, endurskoðun á skólastefnu bæjarins, þróa leiðir til að efla líðan og samskipti í skólum Akureyrarbæjar, efla færni kennara í notkun upplýsingatækni í skólastarfi með nemendum og fleira.
Skólanefnd þakkar Birnu fyrir kynninguna.

Skólanefnd - 17. fundur - 17.10.2016

Laufey Petrea Magnúsdóttir nýr forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri kom á fundinn og kynnti starfsemi miðstöðvarinnar.

Skólanefnd þakkar Laufeyju Petreu kærlega fyrir góða kynningu á starfsemi miðstöðvar skólaþróunar HA. Skólar Akureyrarbæjar eiga í margvíslegu og góðu samstarfi við miðstöð skólaþróunar um ýmis verkefni innan skólanna, bæði sem snúa að nemendum, stjórnendum og starfsfólki.

Fræðsluráð - 1. fundur - 16.01.2017

Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti tilboð Háskólans á Akureyri um sérhæft 30 eininga viðbótarnám fyrir starfandi kennara sem vilja sérhæfa sig í móttöku kennaranema og nýrra kennara í leik- og grunnskólum.
Fræðsluráð fagnar tilboði Háskólans um námið og vísar útfærslu á því til sviðsstjóra fræðslusviðs, stjórnenda leik- og grunnskóla og trúnaðarmanna skólanna.