Erindi varðandi búnað á félagssvæði KKA Akstursíþróttafélags í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2024030260

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 48. fundur - 11.03.2024

Erindi dagsett 5. mars 2024 frá Geir Kr. Aðalsteinssyni formanni ÍBA fyrir hönd KKA Akstursíþróttafélags þar sem óskað er eftir styrk til að viðhalda búnaði á félagsvæði félagsins í Hlíðarfjalli.

Bjarki Sigurðsson formaður KKA Akstursíþróttafélags sat fundinn undir þessum lið og kynnti erindið.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Bjarka fyrir kynninguna. Ráðið felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.