Námsgögn - tillaga að breyttum starfsháttum

Málsnúmer 2024030430

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 48. fundur - 11.03.2024

Bréf dagsett 7. mars 2024 frá skólastjórum grunnskóla Akureyrarbæjar um tillögur að breyttum starfsháttum vegna námsgagna nemenda.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir tillögur skólastjóra grunnskóla að breyttum starfsháttum vegna námsgagna nemenda fyrir skólaárið 2024-2025. Ráðið felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að útfæra verklag í samráði við skólastjórnendur.

Ungmennaráð - 49. fundur - 03.04.2024

Rætt var um erindi frá grunnskólastjórum Akureyrarbæjar um tillögur að breyttum starfsháttum vegna námsgagna nemenda.
Ungmennaráð tekur undir hugmyndina en leggur áherslu á að við framkvæmd breytingarinnar verði tekið tillit til nemenda sem eiga t.d. við hegðunarvanda að stríða, eiga ekki sterkt bakland eða bera ekki sjálfir ábyrgð þegar gögn skemmast eða týnast.

Ungmennaráð leggur til að hverju barni verði gefið ákveðið svigrúm varðandi námsgögnin, þ.e. að hægt verði að fá áfyllingu í undantekningartilvikum. Að sama skapi telur ungmennaráð mikilvægt að nemendur séu upplýstir um þann kostnað sem því fylgir að kaupa námsgögn og að það verði gert á barnvænan hátt til að ýta undir ábyrgðartilfinningu nemenda.

Í stað þess að þessi breyting verði strax fest í sessi sem varanleg breyting þá leggur ungmennaráð til að þessi breyting verði tilraunaverkefni skólaárin 2024-2025 og 2025-2026 og staðan endurmetin út frá því hvort breytingin hafi skilað árangri án þess að hafa verið hamlandi eða niðurlægjandi fyrir nemendur á einhvern hátt.