Félagsmálaráð

1173. fundur 23. október 2013 kl. 14:00 - 16:20 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valdís Anna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Alfreðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2013 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013010061Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.

Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Fjárhagsaðstoð 2013

Málsnúmer 2013010062Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild lagði fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu níu mánuði ársins 2013.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

3.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2013010063Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi lagði fram til kynningar minnisblað dags. 1. október 2013 um biðlista eftir leiguíbúðum Akureyrarbæjar.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

4.Áfrýjun vegna forgangs í leiguhúsnæði 2013

Málsnúmer 2013100212Vakta málsnúmer

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi kynnti áfrýjun vegna forgangs á biðlista eftir leiguíbúð hjá Akureyrarbæ.

Áfrýjunin og afgreiðsla hennar er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

5.Langtímaáætlun - Öldrunarheimili Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013050182Vakta málsnúmer

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram og kynnti á fundinum drög að texta fyrir langtímaáæltun ÖA, sem byggir á fyrri kynningum og stefnuskjölum ásamt atriðum til frekari umræðu.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

6.Öldrunarrými - staða biðlista

Málsnúmer 2011010134Vakta málsnúmer

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu og Rannveig Guðnadóttir starfsmaður færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands, fóru yfir stöðu mála á biðlistum eftir þjónustu við aldraða.

Félagsmálaráð þakka kynninguna.

7.Starfshópur um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fóks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 2013100141Vakta málsnúmer

Velferðarráðuneytið óskaði eftir tilnefningu frá Akureyrarbæ um einn aðila í starfshóp til þess að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Félagsmálaráð samþykkir að skipa Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar í starfshópinn.

8.Búsetudeild - einstaklingsmál 2013

Málsnúmer 2013050068Vakta málsnúmer

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu, Hlynur Már Erlingsson verkefnastjóri og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu kynntu stöðu málefna einstaklinga sem fá sérstaka þjónustu hjá búsetudeild.

Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista vék af fundi kl. 16:00.

9.Heimaþjónusta - áfrýjanir 2013

Málsnúmer 2013040191Vakta málsnúmer

Áfrýjun vegna synjunar á heimaþjónustu.
Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu mættu undir þessum lið og kynntu niðurstöðu matshóps.

Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

Fundi slitið - kl. 16:20.