Öldrunarrými - staða biðlista 2011

Málsnúmer 2011010134

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1117. fundur - 26.01.2011

Kynnt var staða biðlista eftir hjúkrunar-,dvalar-, skammtíma- og dagvistarrýmum fyrir aldraða.
Aukin ásókn er í dagvistarrými og eru 17 manns á biðlista, auk þess eru 10 einstaklingar sem óska eftir aukinni þjónustu. Í bið eftir hjúkrunarrýmum á svæði HAK eru 20 einstaklingar og 11 bíða eftir dvalarrýmum. 37 einstaklingar eru á biðlista eftir skammtímadvöl. Biðlistar hafa verið að lengjast undanfarið ár.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild og Rannveig Guðnadóttir starfsmaður vistunarmatsnefndar sátu fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð - 1121. fundur - 13.04.2011

Kristín S. Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Nína Hrönn Gunnarsdóttir forstöðumaður heimahjúkrunar kynntu stöðu biðlista í öldrunarrými. Samantekt á fjölda vistrýma á hverja 1000 íbúa á svæði HAK er það sama og landsmeðaltal. 22 einstaklingar bíða eftir hjúkrunarrými og 10 eru í bið eftir dvalarrými. Að jafnaði bíða um 35 manns eftir því að komast í skammtímadvöl. Einnig bíða um 10 manns eftir því að komast að í dagvist og aðrir 10 eftir aukinni dagvist.
Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð - 1130. fundur - 28.09.2011

Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri á búsetudeild kynntu stöðu biðlista í dagvistarþjónustu þar sem 11 einstaklingar eru í bið.
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynntu stöðuna á biðlista eftir skammtímadvöl en þar bíða 24 einstaklingar eftir að komast að. Bið eftir hjúkrunarrýmum virðist vera að aukast frá fyrri árum.

Félagsmálaráð - 1138. fundur - 25.01.2012

Þegar hér var komið vék Pétur Maack Þorsteinsson af fundi kl. 15:55.
Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynnti stöðu biðlista eftir hjúkrunarrýmum, dvalarrýmum, skammtímadvöl og dagvistarrýmum á ÖA. Lagt var fram yfirlit yfir biðlista eftir öldrunarþjónustu á Akureyri. Fækkað hefur á biðlistum eftir hjúkrunarrými og skammtímadvöl vegna mikilla breytinga á árinu, 14 eru á biðlista eftir hjúkrunarrými, 9 eftir dvalarrými, 13 eftir skammtímadvöl og 10 eftir dagvist á ÖA.
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir stöðunni í heimaþjónustu og heimahjúkrun.

Félagsmálaráð - 1151. fundur - 10.10.2012

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild, Friðný Björg Sigurðardóttir þjónustustjóri ÖA og Rannveig Guðnadóttir starfsmaður færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands kynntu stöðu á biðlistum eftir öldrunarrýmum og þjónustu á Akureyri.

Samkvæmt gögnum sem lögð voru fram á fundinum hafa biðlistar eftir dvalarrýmum, hvíldarrýmum og dagvistun lengst umtalsvert. Mögulegt er að fjölga dagvistarrýmum við núverandi aðstæður fáist til þess leyfi frá velferðarráðuneyti.

Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum af þessari þróun sem skýrist að hluta til af fækkun rýma, breyttri þjónustuþörf og fjölgun aldraðra.

Félagsmálaráð - 1154. fundur - 14.11.2012

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild kynnti greiningu á biðlistum eftir dvalarrýmum.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1158. fundur - 23.01.2013

Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild lagði fram til kynningar biðlista eftir öldrunarrýmum.
Biðlisti eftir hjúkrunarrými hefur styst miðað við sama tíma í fyrra en biðlisti eftir dvalarými lengst.

Félagsmálaráð - 1163. fundur - 24.04.2013

Rannveig Guðnadóttir starfsmaður færni- og heilsunefndar fór yfir stöðu mála á biðlistum eftir þjónustu við aldraða.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1173. fundur - 23.10.2013

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu og Rannveig Guðnadóttir starfsmaður færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands, fóru yfir stöðu mála á biðlistum eftir þjónustu við aldraða.

Félagsmálaráð þakka kynninguna.