Starfshópur um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fóks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 2013100141

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1173. fundur - 23.10.2013

Velferðarráðuneytið óskaði eftir tilnefningu frá Akureyrarbæ um einn aðila í starfshóp til þess að endurskoða lög um málefni fatlaðs fólks og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Félagsmálaráð samþykkir að skipa Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar í starfshópinn.

Velferðarráð - 1232. fundur - 01.06.2016

Soffía Lárusdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri búsetudeildar var skipuð fyrir hönd Akureyrarbæjar í starfshóp um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar sem hún er að láta af störfum þarf að skipa nýjan fulltrúa í vinnuhópinn.
Velferðarráð samþykkir að skipa Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar í vinnuhópinn.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Frumvarp varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga hefur verið birt á vef velferðarráðuneytisins og óskað eftir umsögnum og athugasemdum fyrir 29. ágúst nk. Fyrir liggja drög að umsögn Akureyrarbæjar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir umsögnina.