Akureyrarflugvöllur - umsókn um endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2023030991

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Erindi dagsett 20. mars 2023 þar sem Gísli Þór Kristinsson f.h. Isavia innanlandsflugvalla ehf. sækir um heildarendurskoðun á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar.

Tillagan felur í sér breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 þar sem reitur S2 fyrir slökkvistöð er felldur út.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum á framfæri við skipulagsráðgjafa og afla umsagna um áformin.

Skipulagsráð - 408. fundur - 13.09.2023

Lögð fram tillaga Gísla Jóns Kristinssonar arkitekts f.h. Isavia ohf. að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar.

Tillagan felur í sér breytingu á Aðalskipulagi 2018-2030 þar sem hún gerir ráð fyrir að lóð við Drottningarbraut sem skilgreind er sem lóð fyrir slökkvistöð verði felld út.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.


Skipulagsráð telur mikilvægt að lóð fyrir slökkvistöð verði fundinn staður í vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030. Ráðið óskar eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið láti gera staðarvalsgreiningu á framtíðarstaðsetningu slíkrar lóðar.

Bæjarstjórn - 3533. fundur - 19.09.2023

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 13. september 2023:

Lögð fram tillaga Gísla Jóns Kristinssonar arkitekts f.h. Isavia ohf. að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar. Tillagan felur í sér breytingu á Aðalskipulagi 2018-2030 þar sem hún gerir ráð fyrir að lóð við Drottningarbraut sem skilgreind er sem lóð fyrir slökkvistöð verði felld út. Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð telur mikilvægt að lóð fyrir slökkvistöð verði fundinn staður í vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030. Ráðið óskar eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið láti gera staðarvalsgreiningu á framtíðarstaðsetningu slíkrar lóðar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er samþykkt að samhliða verði gerð breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og er að mati bæjarstjórnar um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulagsráðs varðandi lóð fyrir slökkvistöð og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að láta gera staðarvalsgreiningu á framtíðarstaðsetningu slíkrar lóðar.

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Auglýsingu tillögu að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar lauk þann 20. nóvember sl. Ein athugasemd barst ásamt umsögnum frá Minjastofnun og Landsneti.
Afgreiðslu frestað þar til liggja fyrir viðbrögð umsækjanda við athugasemdum.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Auglýsingu tillögu að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar lauk þann 20. nóvember sl. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu ásamt umsögnum frá Minjastofnun og Landsneti. Umsagnir frá Norðurorku, Slökkviliði Akureyrarbæjar, óshólmanefnd, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni höfðu borist á fyrri stigum málsins.

Afgreiðslu málsins var frestað á 413. fundi skipulagsráðs sem óskaði eftir svari umsækjanda við innkomnum athugasemdum og umsögnum og hafa þau svör nú verið móttekin.
Skipulagsráð telur svör skipulagshönnuðar fullnægjandi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi þegar uppfærð gögn liggja fyrir.

Bæjarstjórn - 3541. fundur - 20.02.2024

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Auglýsingu tillögu að endurskoðun deiliskipulags Akureyrarflugvallar lauk þann 20. nóvember sl. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu ásamt umsögnum frá Minjastofnun og Landsneti. Umsagnir frá Norðurorku, Slökkviliði Akureyrarbæjar, óshólmanefnd, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni höfðu borist á fyrri stigum málsins.

Afgreiðslu málsins var frestað á 413. fundi skipulagsráðs sem óskaði eftir svari umsækjanda við innkomnum athugasemdum og umsögnum og hafa þau svör nú verið móttekin.

Skipulagsráð telur svör skipulagshönnuðar fullnægjandi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi þegar uppfærð gögn liggja fyrir.

16. febrúar 2024 barst tölvupóstur frá Hólmgeiri Þorsteinssyni hjá Isavia þar sem óskað er eftir að tillaga að endurskoðun deiliskipulags fyrir Akureyrarflugvöll verði samþykkt með einni viðbótarbreytingu frá því að málið var afgreitt í skipulagsráði. Felur sú breyting í sér að lóð syðst á deiliskipulagssvæðinu verði felld út þar sem jarðvegsdýpi er mikið og því ekki vel til þess fallin að á henni verði byggt. Fyrir fundi bæjarstjórnar liggja uppfærð deiliskipulagsgögn og er fjallað um þessa breytingu í kafla 7.2 í greinargerð deiliskipulagsins ásamt öðrum breytingum sem gerðar hafa verið á gögnum eftir auglýsingu.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Jón Hjaltason og Halla Björk Reynisdóttir.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir lagði fram tillögu um að kafli um Brunná, núna merktur 4.8, haldist óbreyttur frá fyrra deiliskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða breytingartillögu Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur um að umfjöllun um Brunná í kafla 4.8 verði óbreytt frá umfjöllun um sama efni í eldra deiliskipulagi, það er umfjöllun í kafla 3.05.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir Akureyrarflugvöll með þeirri breytingu sem lögð var til eftir fund skipulagsráðs. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt svör við innkomnum umsögnum og athugasemdum.