Aðgengi barna að íþróttastarfi

Málsnúmer 2023060121

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3530. fundur - 06.06.2023

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óskuðu eftir umræðu um jafnt aðgengi barna að íþróttastarfi.

Lagðar voru fram eftirfarandi fyrirspurnir:

1. Hver er staðan á hugmynd að tilraunaverkefni til að mæta börnum með sértækan vanda í íþróttastarfi?

2. Er einhver vinna í gangi undir formerkjum samfellds virknidags barna? Hvernig er hægt að stuðla að faglegu starfi með börnum til klukkan 16 í nánu samstarfi við íþróttafélögin og frístund?

3. Hefur fræðslu- og lýðheilsuráð tekið til umræðu frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur)? Þar eru lagðar til breytingar á íþróttalögum sem munu hafa töluverð áhrif á skyldur og eftirlit íþróttafélaganna samanber IV. kafla frumvarpsins.

Málshefjandi var Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Hulda Elma Eysteinsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.