Starfslaun listamanna - breytingar á samþykkt

Málsnúmer 2022100552

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3784. fundur - 20.10.2022

Lögð fram tillaga um breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna sem taka mið af breyttu stjórnkerfi.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt um starfslaun listamanna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3518. fundur - 01.11.2022

Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. október 2022:

Lögð fram tillaga um breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna sem taka mið af breyttu stjórnkerfi.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaða samþykkt um starfslaun listamanna með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum endurskoðaða samþykkt um starfslaun listamanna.

Bæjarráð - 3810. fundur - 25.05.2023

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykktinni með hliðsjón af ákvörðun bæjarráðs um breytingar á fjárhæð starfslaunanna og tengingu við launavísitölu.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagðar breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Bæjarstjórn - 3530. fundur - 06.06.2023

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 25. maí 2023:

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykktinni með hliðsjón af ákvörðun bæjarráðs um breytingar á fjárhæð starfslaunanna og tengingu við launavísitölu.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagðar breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna með 9 atkvæðum.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sátu hjá.