Oddeyrargata - Brekkugata - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023050977

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Erindi dagsett 19. maí 2023 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð gatnamóta Oddeyrargötu og Brekkugötu.

Meðfylgjandi eru greinargerð og afstöðumynd.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði breyting á deiliskipulagið Miðbæjar Akureyrar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

Bæjarstjórn - 3530. fundur - 06.06.2023

Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. maí 2023:

Erindi dagsett 19. maí 2023 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð gatnamóta Oddeyrargötu og Brekkugötu.

Meðfylgjandi eru greinargerð og afstöðumynd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Andri Teitsson.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd felur í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi miðbæjar áður en framkvæmdaleyfi er gefið út samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 11 atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.