Fjárhagsaðstoð - reglur

Málsnúmer 2019010388

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1294. fundur - 06.02.2019

Lagðar fram tillögur að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um fjárhagsaðstoð skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram kynningar og umræðu. Halldóru Kristínu Hauksdóttur lögfræðingi fjölskyldusviðs falið að vinna málið áfram og leggja fram lokadrög og kostnaðargreiningu.

Velferðarráð - 1296. fundur - 06.03.2019

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 6. febrúar. Þá var starfsmönnum falið að vinna kostnaðaráætlun og leggja fram lokadrög að reglum.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi kl 10.30.
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 6. mars 2019:

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 6. febrúar. Þá var starfsmönnum falið að vinna kostnaðaráætlun og leggja fram lokadrög að reglum.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að vísa reglum um fjárhagsaðstoð til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3451. fundur - 19.03.2019

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. mars 2019:

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 6. mars 2019:

Málið var áður á dagskrá velferðarráðs 6. febrúar. Þá var starfsmönnum falið að vinna kostnaðaráætlun og leggja fram lokadrög að reglum.

Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halldóra Kristín Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að vísa reglum um fjárhagsaðstoð til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti drögin.

Í umræðum tók Eva Hrund Einarsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um fjárhagsaðstoð með 11 samhljóða atkvæðum.