Brú lífeyrissjóður, samkomulag um uppgjör

Málsnúmer 2017120515

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3581. fundur - 28.12.2017

Kynnt samkomulag Akureyrarkaupstaðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016.
Drög að samkomulagi lögð fram.

Bæjarráð - 3583. fundur - 18.01.2018

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 28. desember sl.

Lagt fram samkomulag Akureyrarkaupstaðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016.
Bæjarráð vísar samkomulaginu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3427. fundur - 23.01.2018

2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 18. janúar 2018:

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 28. desember sl.

Lagt fram samkomulag Akureyrarkaupstaðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016.

Bæjarráð vísar samkomulaginu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga sem er tilkomið vegna samkomulags aðila vinnumarkaðarins á breytingum á lífeyrissjóðakerfinu, á A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, sbr. breytingar á lögum nr. 1/1997 með lögum nr. 127/2016 og breytingum á samþykktum Brúar lífeyrissjóðs frá 8. maí 2017 sbr. staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. júni 2017. Heildarskuldbinding Akureyrarkaupstaðar samkvæmt samkomulaginu er að fjárhæð kr. 2.511.054.530, sem skiptist þannig að framlag í jafnvægissjóð er kr. 626.011.315, framlag í lífeyrisaukasjóð er kr. 1.701.943.078 og framlag í varúðarsjóð er kr. 183.100.137.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd bæjarins.

Bæjarráð - 3630. fundur - 07.03.2019

Erindi dagsett 29. janúar 2019 frá Brú lífeyrissjóði, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið gangi til uppgjörs við lífeyrissjóðinn vegna ógreidds framlags sem Hjallastefnan telur sig ekki skylduga til að greiða.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að kalla eftir frekari upplýsingum varðandi málið áður en afstaða verður tekin.

Bæjarráð - 3636. fundur - 02.05.2019

Lagt fram til kynningar minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna uppgjörs við Hjallastefnuna ehf. vegna breytinga á A-deild Brúar lífeyrissjóðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3637. fundur - 09.05.2019

Erindi dagsett 29. janúar 2019 frá Brú lífeyrissjóði, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið gangi til uppgjörs við lífeyrissjóðinn vegna ógreidds framlags sem Hjallastefnan telur sig ekki skylduga til að greiða.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. mars sl. og fól ráðið þá sviðsstjóra fjársýslusviðs að kalla eftir frekari upplýsingum varðandi málið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi með 4 samhljóða atkvæðum:

Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1 1997, lögum nr. 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar með breytingum á samþykktum Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélögin gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrirssjóðum á grunni kjarasamninga.

Í samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila, þ.m.t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.

Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst Akureyrarbær á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í Jafnvægissjóð og Varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni þjónustusamnings Hjallastefnunnar við Akureyrarbæ samtals kr. 9.893.906.


Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.