Bæjarráð

3444. fundur 15. janúar 2015 kl. 09:00 - 12:59 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - rekstur

Málsnúmer 2015010160Vakta málsnúmer

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Sigríður Huld Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir stöðu rekstrar.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Karl Guðmundsson verkefnastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Heilsugæslustöðin á Akureyri - yfirfærsla

Málsnúmer 2014020032Vakta málsnúmer

Karl Guðmundsson verkefnastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti stöðu mála varðandi yfirfærslu stöðvarinnar frá Akureyrarbæ til ríkisins.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2014

Málsnúmer 2014050012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til nóvember 2014.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Fasteignagjöld 2015 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2014110191Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2015.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Kjaramál

Málsnúmer 2015010122Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu kjaramála.

6.Greið leið ehf - hlutafjáraukning

Málsnúmer 2012090013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. janúar 2015 frá Pétri Þór Jónassyni formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. Í erindinu er óskað eftir að hluthafar nýti sér áskrift að því hlutafé sem óselt var um áramót.
Bæjarráð samþykkir að nýta sér forkaupsrétt Akureyrarbæjar á óseldu hlutafé í samræmi við eignarhlut í félaginu að upphæð kr. 8.336.202.

7.Vísindaskóli fyrir unga fólkið

Málsnúmer 2015010142Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. janúar 2015 frá Sigrúnu Stefánsdóttur forseta Hug- og félagsvísindasviðs HA þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til stuðnings við verkefnið: Vísindaskóli fyrir unga fólkið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000. Færist af styrkveitingum bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 12:59.