Heilsugæslustöðin á Akureyri - samningar við ríkið

Málsnúmer 2014020032

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1179. fundur - 12.02.2014

Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK kynnti hugmynd frá Sjúkratryggingastofnun um framlag til HAK til viðbótar fjárlögum 2014.

Félagsmálaráð telur þessa viðbótarfjárhæð alls ekki fullnægjandi miðað við núverandi hallarekstur og þann launamun sem starfsmenn HAK búa við nú þegar.

Félagsmálaráð fer fram á það við Velferðarráðuneytið að hallarekstur HAK undanfarin ár verði gerður upp.

Bæjarráð - 3401. fundur - 13.02.2014

5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. febrúar 2014:
Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK kynnti hugmynd frá Sjúkratryggingastofnun um framlag til HAK til viðbótar fjárlögum 2014.
Félagsmálaráð telur þessa viðbótarfjárhæð alls ekki fullnægjandi miðað við núverandi hallarekstur og þann launamun sem starfsmenn HAK búa við nú þegar. Félagsmálaráð fer fram á það við Velferðarráðuneytið að hallarekstur HAK undanfarin ár verði gerður upp.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra HAK að eiga fund með heilbrigðisráðherra og fulltrúum velferðarráðuneytisins.

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista vék af fundi kl. 10:57.

Félagsmálaráð - 1183. fundur - 09.04.2014

Heilsugæslustöðin á Akureyri, samningar við ríkið.

Félagsmálaráð telur að rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri eigi heima í höndum Akureyrarbæjar eins og verið hefur undanfarin 17 ár. Félagsmálaráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna um nýjan samning við Velferðarráðuneytið sbr. framlögð gögn vegna málsins.  Sömuleiðis skorar félagsmálaráð á Alþingi að taka fjárveitingar til Heilsugæslustöðvarinnar til gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta.

Bæjarráð - 3411. fundur - 28.04.2014

4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 9. apríl 2014:
Heilsugæslustöðin á Akureyri, samningar við ríkið.
Félagsmálaráð telur að rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri eigi heima í höndum Akureyrarbæjar eins og verið hefur undanfarin 17 ár. Félagsmálaráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna um nýjan samning við Velferðarráðuneytið sbr. framlögð gögn vegna málsins. Sömuleiðis skorar félagsmálaráð á Alþingi að taka fjárveitingar til Heilsugæslustöðvarinnar til gagngerrar endurskoðunar hið fyrsta.

Bæjarráð tekur undir bókun félagsmálaráðs.

Félagsmálaráð - 1186. fundur - 28.05.2014

Bæjarstjóri mætti á fundinn til að upplýsa um stöðu mála.

Félagsmálaráð Akureyrar furðar sig á þeirri stöðu sem uppi er varðandi starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar í bænum. Fjárframlög ríkisins eru ekki í samræmi við framlög til annarra heilsugæslustöðva. Skortur á starfsfólki er viðvarandi og laun lægri en á sambærilegum stofnunum sem reknar eru af ríkinu.

Þetta ástand er með öllu óásættanlegt.

Félagsmálaráð krefst þess að heilbrigðisráðherra taki á málinu af þeirri festu sem honum ber. Viðurkenna þarf vandann og tryggja Heilsugæslunni á Akureyri nauðsynleg fjárframlög.

Félagsmálaráð - 1188. fundur - 02.07.2014

Málefni Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri kynnt og rædd.

Félagsmálaráð vísar umræðu um Heilsugæslustöðina á Akureyri til bæjarráðs til frekari viðræðna við stjórnvöld.

Bæjarráð - 3420. fundur - 17.07.2014

Erindi dags. 9. júlí 2014 frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fyrir hönd ráðherra að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa í samráðshóp til að vinna að tilfærslu reksturs heilsugæslustöðvarinnar til ríkisins.

Bæjarráð tilnefnir Sigríði Huld Jónsdóttur formann félagsmálaráðs og Karl Guðmundsson framkvæmdastjóra heilsugæslunnar í samráðshópinn.

Samhliða skipun Akureyrarbæjar í samráðshópinn óskar bæjarráð eftir formlegum fundi við heilbrigðisráðherra um starfsemi heilsugæslunnar.

Bæjarráð - 3422. fundur - 07.08.2014

Fundur bæjarráðs með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og Sveini Magnússyni skrifstofustjóra í velferðarráðuneyti, þar sem farið var yfir stöðu og framtíð heilsugæslunnar á Akureyri.
Karl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK sat einnig fundinn.

Bæjarráð - 3423. fundur - 14.08.2014

Málefni heilsugæslunnar á Akureyri.

Heilbrigðisráðherra hefur á fundi með bæjarráði Akureyrar tilkynnt að ríkið muni taka aftur yfir rekstur Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) með sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

Allt frá árinu 1997 hefur Akureyrarbær rekið HAK, fyrst sem reynslusveitarfélag en síðustu ár samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Bæjarráð Akureyrar telur að rekstur HAK eigi best heima hjá sveitarfélaginu sem hluti af nærþjónustu við íbúa og er það í samræmi við stefnumörkun Sambands íslenskar sveitarfélaga um aukin verkefni til sveitarfélaga. Reynslan hefur verið afar góð og farsælt samstarf heilsugæslu og félagsþjónustu, sem gengið hefur undir nafninu Akureyrarmódelið, hefur vakið verðskuldaða athygli og gjarnan nefnt sem dæmi til stuðnings þeirri stefnu að fela sveitarfélögum aukin nærþjónustuverkefni á sviði velferðarmála.

Bæjarráð Akureyrar harmar að ekki sé vilji til staðar að semja við Akureyrarbæ um áframhaldandi samning með viðunandi fjármagni til að tryggja eðlilega þjónustu.

Bæjarráð Akureyrar vekur sérstaka athygli á að fjármagn vantar inn í rekstur HAK og mikilvægt er að auka fjárframlag frá ríkinu hvort sem reksturinn er á hendi ríkisins eða sveitarfélagsins og afar mikilvægt er að heilsugæsluþjónusta við bæjarbúa verði efld og tryggð til framtíðar.

Bæjarráð mun leggja sig fram við að tryggja hag ibúa Akureyrar við yfirfærslu heilsugæslunnar til ríkisins og mun veita ríkinu aðhald í að það veiti íbúum góða og tryggja heilbrigðisþjónustu í framhaldinu.

Bæjarráð mun einnig leggja áherslu á að gerð verði viljayfirlýsing með áframhaldandi gott samstarf og tengingu á milli félagsþjónustu bæjarins og heilsugæslunnar.

Félagsmálaráð - 1191. fundur - 17.09.2014

Karl Guðmundsson framkvæmdarstjóri HAK, Lára Ólafsdóttir skrifstofustjóri, Inga Eydal framkvæmdastjóri heimahjúkrunar og Jón Torfi Halldórsson yfirlæknir mættu og gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi yfirfærslu stöðvarinnar frá Akureyrarbæ til ríkisins.

Bæjarráð - 3444. fundur - 15.01.2015

Karl Guðmundsson verkefnastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti stöðu mála varðandi yfirfærslu stöðvarinnar frá Akureyrarbæ til ríkisins.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.