Vísindaskóli fyrir unga fólkið

Málsnúmer 2015010142

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3444. fundur - 15.01.2015

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. janúar 2015 frá Sigrúnu Stefánsdóttur forseta Hug- og félagsvísindasviðs HA þar sem hún óskar eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til stuðnings við verkefnið: Vísindaskóli fyrir unga fólkið.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000. Færist af styrkveitingum bæjarráðs.

Bæjarráð - 3471. fundur - 11.09.2015

Erindi dagsett 27. ágúst 2015 frá Sigrúnu Stefánsdóttur forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fyrir hönd Vísindaskóla unga fólksins. Óskað er eftir að Akureyrarbær styðji verkefnið á árinu 2016.
Bæjarráð vísar beiðninni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.